Ný námskeið

Nokkur ný námskeið verða í boði hjá okkur núna með haustinu.
Við höfum ákveðið að bæta við einstaklingsnámskeiðum í flóruna okkar. Þar má nefna almennt sölu og þjónustunámskeið, samskiptatækni, námstækni, framsaga og ræðutækni og síðast en ekki síst sjálfstyrkingarnámskeiðið Nýr og betri ÉG!
Einnig höfum við bætt við á fyrirtækjasviðinu en þar er núna að finna:
Leiðtogaþjálfun – námskeið sem er hugsað fyrir verslunar- og deildarstjóra
Áhrifaríkar kynningar – loksins er í boði námskeið þar sem fólk getur fengið leiðsögn í því hvernig maður heldur áhrifaríkar kynnar. Ekki láta neinn sofna yfir þinni kynningu!
Framsögn og ræðutækni – þetta námskeið er mjög mikilvægt fyrir alla þá sem þurfa reglulega að tala yfir hóp manna, halda ræður, kynningar og þar fram eftir götunum.
Hægt er að fá ítarlegri upplýsingar um öll flest þessi námskeið með því að smella á tenglana vinstra megin á síðunni. Þau sem ekki eru enn komin þangað inn eru væntanleg á næstunni.
Uppruni fréttar: www.gottval.is

Skildu eftir ummæli

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna