Meiri fróðleikur

Aðalleiðbeinandinn okkar hann Tryggvi var að koma frá Aþenu í Grikklandi þar sem hann sat Media & Communicastion Masterclass námskeið á vegum JCI og Evrópusambandsins. Námskeiðið var í 4 daga og kostaði mikil verkefnavinna lítinn svefn en skilaði miklum fróðleik og góðri skemmtum. Á námskeiðinu voru 36 einstaklingar frá 24 löndum.

Farið var í gegnum fjölmörg aðtriði í samskiptum við fjölmiðla, fréttatilkynningar, framkomu PR fulltrúa, viðtalstækni, vörumerkjastyrkingu og margt fleira.

Þetta námskeið gerir okkur enn hæfari í að leiðbeina og kenna  framkvæmdastjórum, fjölmiðlafulltrúm og öðrum þeim sem þurfa að koma fram fyrir hönda fyrirtækis eða samtaka.

Uppruni fréttar: www.gottval.is

Skildu eftir ummæli

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna