Stuðningur við sprotafyrirtæki

Formlegt samstarf Innovit og Góðs vals.

Innovit er sjálfstætt starfandi nýsköpunar- og frumkvöðlasetur fyrir kraftmikið og metnaðarfullt fólk með góðar viðskiptahugmyndir. Megináhersla er lögð á að styðja við háskólamenntaða frumkvöðla og sprotafyrirtæki sem verða til innan íslenskra háskóla.

Við munum bjóða þeim sportafyrirtækjum og frumkvöðlum sem eru innan vébanda Innovit ókeypis ráðgjöf og þjónustu. Settir verða upp fyrirlestrar og námskeið auk þess sem við munum veita ráðgjöf alla föstudaga frá 13-16

Það er okkar von að sem flestir nýti sér þetta góða tækifæri sem nú býðs.

Til að bóka tíma er hægt að hafa samband við Tryggva á netfanginu tryggvi@gottval.is eða í síma 660 6945. Einnig er hægt að hafa samband við Andra hjá Innovit og mun hann þá sjá um milligöngu.

Uppruni fréttar: www.gottval.is

Skildu eftir ummæli

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna