Gulleggið 2008

Í gær réðust úrslit í Frumkvöðlakeppni Innovit, Gullegginu 2008.

Aðalleiðbeinandinn okkar, Tryggvi F Elínarson, leiðbeindi lokahópunum átta með framkvæmd og uppsetningu á kynningunum sínum. En það var verulega gaman að sjá þær framfarir sem áttu sér stað á hópunum á aðeins örfáum dögum.

Sigurvegararnir voru Eff2 technologies, sprotafyrirtæki sem sprottið er úr Háskólanum í Reykjavík. Í öðru sæti varð viðskiptateymi úr Háskóla Íslands með fyrirtækið CLARA og í þriðja sæti varð frumkvöðull frá Háskólanum á Bifröst með fyrirtækið Bjarmalund.

Við óskum öllum verðlaunahöfum hjartanlega til hamingju með stórkostlegan árangur.

Sigurvegarar Frumkvöðlakeppni Innovit 2008 ásamt stofnendum Innovit.
F.v. Magnús Már Einarsson, verkefnastjóri Innovit, Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Innovit, Kristleifur Daðason, Eff2, Friðrik Ásmundsson, Eff2, Herwig Lejsek, Eff2 og Stefanía Sigurðardóttir, verkefnastjóri Innovit

Uppruni fréttar: www.gottval.is

Skildu eftir ummæli

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna