Hvernig borða skal fíl

Næstkomandi fimmtudag (11.02) verður aðalleiðbeinandinn okkar (Tryggvi) með opið námskeið á vegum JCI á Íslandi.

JCI á Íslandi er með röð námskeiða sem nefnist fimmtudagsfræðslan og eru þessi námskeið opin öllum á meðan húsrúm leyfir.

Námskeiðið næsta fimmtudag nefnist Fíllinn en þar mun Tryggvi fara yfir það hvernig sé best og árangursríkast að takast á við stóra drauma og verkefni. Hvernig megi borða stóran fíl, smátt og smátt í litlum og ná fyrir vikið auknum árangri og lengra í lífinu.

Dagsetning: Fimmtudagurinn 11. febrúar klukkan 20:00
Staðsetning: Hellusund 3, 101 Reykjavík (JCI húsið, gamli Verzló)

Námskeiðið er hugsað fyrir alla á aldrinum 18-40 ára og er ókeypis.

Uppruni fréttar: www.gottval.is

Skildu eftir ummæli

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna