Sala og þjónusta í gegnum netið

Sala á vöru og þjónustu innanlands í gegnum netið hefur aldrei verið mikil og er ástæðan af öllum líkindum hversu stutt er á milli staða. En eftir bankahrunið hafa margir leitað sér tækifæra á internetinu með sölu á allskins vörum og þjónustu, undirritaður hefur setið nokkra fundi þar sem menn ætluðu að græða heilmikið á ösku eftir gosið í eyjafjallajökli og enn fleiri ætla sér að fá sneið af ferðamannakökunni með gistiheimilum, bílaleigum, fjórhjólaleigum, jöklaferðum o.s.frv. með misjöfnum árangri.

Þær hugmyndir sem mér finnst standa upp úr eru þær sem þurfa litla sem enga yfirbyggingu, komast upp með lítið fjármagn en ná að vaxa nokkuð kröftulega og skapa jafnvel eitt til tvö störf. Hér eru nokkrar hugmyndir tengdar vefnum sem mér finnst sniðugar.

http://www.hotelshopping.com

Hér er verið að stíla inn á þá sem ferðasat mikið en hafa lítin tíma til að versla, en með hotelshopping.com getur þú verslað beint af hótelherberginu og fengið vöruna senda upp á herbergi. Algjör snild að mínu mati, enda einfalt, fljótlegt og umfram allt þægilegt.

http://www.gjafatorg.is

Gjafatorg.is á að auðveldum þér valið við leit að réttu gjöfinni, hvert sem tilefnið er. En gjafabréf og gjafakort eru alltaf að ná meiri og meiri vinsældum. Hingað til hefur Kringlan og Smáralind átt þennan markað með sínum gjafakortum en um leið þykja þau frekar ópersónuleg.  Á gjafatorg.is getur þú hinsvegar keypt gjafabréf sem innihalda allt frá kvöldverði á veitingastað upp í flugferð.
(tek hér fram að undirritaður er einn eiganda gjafatorg.is)

http://www.hopkaup.is

Hópkaup.is hefur ekki farið framhjá mörgum enda markaðssetningin vel heppnuð og síðan góð. Hópkaup.is er tilboðssíða þar sem vissum fjölda kaupenda þarf að ná svo tilboð verði virkt. Þetta er mjög þekkt fyrirbæri í Bandaríkjunum. Hópkaup fer vel af stað og hefur verið vel tekið af Íslendingum.

Skildu eftir ummæli

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna