Aðalleiðbeinandi á batavegi

Eins og mörgum er kunnugt þá hefur starfsemi hjá okkur legið frekar mikið niðri eftir að aðalleiðbeinandinn okkar hann Tryggvi greindist með krabbamein á síðasta ári. Honum var kippt frekar skyndilega inn í uppskurð og í erfiða lyfjameðferð í kjölfarið.

Hann er nú á batavegi, laus við meinið, og er að safna orku (lesist: að spila golf) fyrir átök haustsins.

Heyrst hefur að hann hafi notað lyfjameðferðina til að lesa bækur, sanka að sér fróðleik og bæta námskeiðin. Það verður því spennandi að sjá haustdagskrána ásamt nýjum og ferskum námskeiðum.

Dagskrá haustsins verður því klárlega kraftmikil og full af fjöri.

 

Skildu eftir ummæli

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna