Markaðssetning á YouTube – Lærðu leikreglurnar

Einn sterkasti miðill markaðssetningar síðustu áratuga er sjónvarp. Það getur hinsvegar verið mjög kostnaðarsamt að framleiða auglýsingar og birtingarnar geta að sama skapi verið dýrar. Því fagna flestir myndbandabyltingunni sem á sér stað á netinu.

Nú þegar auðvelt (og ódýrt) er að að streyma efni yfir netið gegna myndbönd sífellt stærra og mikilvægara hlutverki í markaðssetningu á netinu. Af þeim fjölmörgu svæðum sem bjóða upp á hýsingu og birtingu á myndböndum stendur YouTube með höfuð og herðar yfir alla hina með nærri 90% af allri umferð. Hulu, sem er næst stærsti myndbandavefurinn fær innan við 4% af umferðinni.

Það er því mikilvægt fyrir þig að markaðssetning á YouTube sé partur af því sem þú gerir á netinu.


YouTube handbókin

Markaðssetning á YouTube, skref-fyrir-skref

  • Inn- og uppsetning á myndböndum
  • Bestu kynningarleiðirnar
  • Hvernig á að komast í efstu sæti Google með myndband
  • Bestu tólin fyrir YouTube
  • og margt fleira

Viltu ná árangri á YouTube hratt og örugglega án þess að eyða háum fjárhæðum? Pantaðu YouTube handbókina með því að SMELLA HÉR -> Markaðssetning á YouTube

YouTube leikreglur og góð ráð

 

1. Persónugerðu prófílinn þinn (rásina þína)

Það er mikilvægt að þú gerir þér grein fyrir því að rásin þín á YouTube er eins og búðargluggi. Ef þú værir að setja upp búðarglugga við fjölfarna verslunargötu þá myndir þú væntanlega gæta þess að glugginn sé sem glæsilegastur og að hann styðji við þá ímynd sem fyrirtækið þitt vill standa fyrir. Þannig viltu hafa rásina þína, að hún endurspegli þá ímynd og það vörumerki sem hún á að standa fyrir. Markaðssetning á YouTube fylgir flestum “venjulegum” markaðslögmálum, myndir þú setja hálf kláraða auglýsingu í Fréttablaðið?

★ Fullgerður prófíll: Eitt það fyrsta sem þarf að klára er að fullgera prófílinn. Undir settings eru fjölmargir reitir sem mikilvægt er að fylla út en þeir geta ekki bara hjálpað notendum að finna rásina þína heldur líka leitarvélum. Í stillingum er líka hægt að tengja YouTube prófílinn þinn við Facebook, Twitter og fleira.

★ Tengdu myndböndin við rásina: Gættu þess að stilla öll myndböndin þín þannig að þau spilist alltaf frá perónulegu rásinni þinni en ekki úr almennri YouTube valmynd. Ef notendanum er alltaf kippt yfir á rásina þína hefur þú mun meiri stjórn á því hvað hann sér og hvernig upplifunin er.

★ Litir og lógó: Mundu að þú getur stjórnað litavali, sett inn logo og sérsniðið rásina þína þannig að hún endurspegli algjörlega vefsíðuna þína og sé sem líkust henni. Það er góð leið til að styrkja vörumerkið þitt að tengja þessi tvö svæði saman í huga notendans. Þegar notandinn smellir á hlekk sem flytur hann yfir á vefsíðuna þína þá verður minni röskun þar sem litir og grafík eru eins eða svipuð. Flott rás eykur líkurnar á því að notandinn staldri við!

2. Nýttu þér tæknina

YouTube vill að upplifun notenda af vefnum sé frábær. Þess vegna er stanslaust verið að þróa aðferðir og tól til að aðstoða þig og notendur. Sum tólin hjálpa þér að kynna efnið þitt og auðveldar notendum að finna myndbönd og önnur tól sem gera áhorfið gagnvirkara og skemmtilegra. Ef þú vilt að þín markaðssetning á Youtube beri árangur þá þarftu að nýta þér það sem þar er í boði.

★ Lærðu að nota tags: YouTube vill að fólk finni myndböndin þín og býður því upp á ýmis hjálpartól sem þú getur nýtt þér. Tags, er mjög gott leitarorða kerfi sem er inbyggt í YouTube. Þetta litla tól er mjög öflugt og getur skipt sköpun þegar notendur eru að leita að myndböndum. Mundu bara að hugsa eins og notandi og setja í tags þau leitarorð sem þú heldur að fólk slái inn í leitarvél YouTube.

P.s. góð notkun á tags getur líka hjálpað myndböndunum þínum að finnast í öðrum leitarvélum, s.s. Google.

★ Nýttu þér YouTube Annotations: Ef þú vilt koma einhverju sérstaklega á framfæri eða ef þú vilt að notendur geri eitthvað, smelli  eða bregðist við þá er annotations besta leiðin til þess. Með annotations getur þú útbúið skilaboð til notendans og látið þau birtast ofan á myndbandinu við valin tækifæri. Þessi skilaboð gætu verið hvatning um að deila myndbandinu á Facebook, ábending um önnur áhugaverð myndbönd eða einfaldlega góður punktur sem styður við myndbandið. Mælingar sýna ótvírætt fram á að þeir sem nota annotations í myndböndunum sínum eru að ná mun betri árangri en þeir sem gera það ekki.


3. Hvað á ég að setja á YouTube?

Þetta er spurning sem við fáum nánast daglega. Hvað ég ég að setja inn og hvað ekki? Ekki setja inn myndband af fyndnum köttum, barni að spila undursamlega á píanó eða iPhone 5 slúðri, þrátt fyrir að slík myndbönd fái áhorf frá milljónum. Enda myndi fyrirtækið þitt nú varla ráða við að fá milljón nýja viðskiptavini á mjög skömmum tíma? En hvað þá?

Efnið sem þú vilt setja inn á rásina þína er efni sem höfðar til viðskiptavina þinna. Markmiðið ætti að vera að setja inn myndbönd sem eru hjálpleg og verðmæt fyrir þína viðskiptavini eða hvetjandi á einhvern hátt. Þetta geta verið kennslumyndbönd, spurt og svarað efni, glærusýning, viðtal við sérfræðing í geiranum og svo framvegis. Að sjálfsögðu setur þú svo inn hefðbundið markaðsefni svosem sjónvarpsauglýsingar.

★ Eingöngu útpælt efni: Ekki setja inn efni nema tilgangurinn með því sé mjög skýr. Þú settir upp YouTube rás í ákveðnum tilgangi og allt það efni sem þú setur þar inn þarf að þjóna þeim tilgangi. Ekki setja inn myndband bara af því það er skemmtilegt ef það þjónar engum tilgangi fyrir viðskiptavini þína.

★ Gott efni er einfaldara en þú heldur: Það er mjög algengt að fyrirtæki eigi í vandræðum með að finna það sem þau telja vera gott efni. Þegar við spyrjum stjórnendur af hverju það sé ekki meira efni á rásinni þeirra er svarið undanteknilaust: “við eigum það bara ekki til!” Ekki falla í þá gryfju að halda að þú þurfir að eyða fjármunum í að búa til vandað efni – þig vantar efni á YouTube en ekki í Hollywood stórmynd. Tölva með vefmyndavél er oftast nóg. Einnig er hægt að gera mjög fín myndbönd og glærusýningar með hjálp Camtasia.

Hér er smá dæmisaga:
Fyrir nokkrum árum var maður að nafni Khan beðinn um að aðstoða lítinn frænda sinn með stærfræði. Þar sem Khan bjó langt frá frænda sínum þurfti kennslan að fara fram í gegnum vefmyndavél. Eitthvað gekk þeim illa að finna tíma sem hentaði þeim báðum og því ákvað Khan að taka bara upp kennsluna og skella á YouTube. Myndböndin voru sáraeinföld en góð og fljótlega voru mun fleiri sem horfðu á myndböndin en bara litli frændinn. Á ótrúlega stuttum tíma var mikill fjöldibúinn að horfa á mynböndin og því ákvað Khan að gera fleiri myndbönd. Khan er í dag vinsælasti “kennarinn” á YouTube en milljónir horfa á myndböndin hans. Hann hætti í hálaunaða starfinu sínu og einbeitir sér núna að því að reka Khan Academy.

★ Mikilvægi vinsælda umfram gæði: Í beinu framhaldi af umræðunni um hvað sé gott efni er ágætt að ítreka það að efni sem var dýrt í framleiðslu er ekki endilega gott efni, í það minnsta ekki endilega gott efni fyrir YouTube. Gæði efnisins segir ekkert til um það hversu vinsælt það verður. Auðvitað hjálpar það til ef myndbandið er skýrt og hljóðið í lagi en ef innihaldið er ekki áhugavert (lesist: vinsælt) þá skipta gæðin engu máli.

Það er því mikilvægt að þú spyrjir þig alltaf þessarar spurningar: “er efnið í þessu myndbandi áhugavert og hjálplegt fyrir mína viðskiptavini(og væntanlega viðskiptavini)?” – ef svarið er já þá mun myndbandið verða vinsælt og markaðssetning þín á YouTube heppnast!
★ Allar auglýsingar á YouTube: Það þarf varla að taka það fram að sé fyrirtækið þitt að láta útbúa sjónvarpsauglýsingar eiga þær að sjálfsögðu heima á YouTube rásinni þinni! Ef efnið er til er um að gera að dreifa því sem víðast og gott að minna sig á að dreifing í gegnum YouTube er ókeypis. Það getur verið ágætt að flokka auglýsingarnar saman til aðgreiningar frá öðru efni á rásinni þinni og einnig getur verið gott að gera sérstakan playlista með auglýsingum.

4. Kynntu YouTube rásina þína

Það ætti auðvitað ekki að þurfa að segja neinum að kynna YouTube rásina sína en það er hreint ótrúlegt hver fáir gera það og þá gjarnan vitlaust eða illa. Að setja upp rás á YouTube og segja engum frá því er ekki ósvipað því að setja upp verslun utan alfaraleiðar, segja engum frá því, og skilja svo ekkert í því að enginn kemur í heimsókn.

★ Ekki vera BARA á YouTube með myndböndin þín: Þrátt fyrir að YouTube sé næst stærsta leitarvélin og fái yfir milljónir heimsókna á dag er ekki nóg fyrir þig að vera bara með myndböndin þín þar. Mælingar hafa sýnt að myndbönd á YouTube fá að jafnaði einungis 40% af áhorfinu á vefnum þeirra, restin af áhorfinu kemur af öðrum vefsvæðum.

Hvað þýðir þetta fyrir þig? Þetta þýðir að þú þarfta setja myndböndin þín sem víðast. YouTube gerir þér þetta auðvelt með því að útbúa fyrir þig sérstakan kóða sem þú getur notað til að birta myndbönd á heimasíðunni þinni, á blogginu, á Facebook og víðar.

★ Áminningar í öllum miðlum: Þegar þú setur inn nýtt, áhugavert myndband skiptir miklu máli að kynna það á kraftmikinn hátt eins fljótt og hægt er. Láttu vini og viðskiptavini vita í gegnum Facebook, Twitter og aðra samfélagsmiðla. Settu inn frétt á heimasíðuna og bloggið. Hugsanlega gæti verið gott að senda tilkynningu á póstlistann. Mundu bara að nýta allar leiðir til að tryggja að sem flestir viti af myndbandinu – heppnist það verður áhorfið gott.

★ Láttu myndböndin þín finnast: Það er eflaust fullt af mögulegum viðskiptavinum á netinu sem eru ekki vinir þínir á Facebook, fylgjast ekki með blogginu þínu eða vita af því efni sem þú ert að setja á netið og YouTube. Þú getur mögulega náð til þín þessum einstaklingum ef þú tryggir það að myndböndin þín séu ofarlega eða efst í leitarniðurstöðum hjá Google og öðrum leitarvélum. Þetta gerirðu með því að huga að SEO hlutanum þegar þú setur inn myndbönd á YouTube. Jafnframt geturðu framkvæmt leitarvélabestun utan YouTube til að tryggja hámarksárangur!

★ Notaðu YouTube bulletin: Ekki nógu margir gera sér grein fyrir því hversu öflugt YouTube Bulletiner. Settu inn tilkynningu ásamt hlekk á myndbandið sem þú varst að setja inn. Allir sem eru vinir eða áskrifendur (subscribers) að rásinni þinni fá senda tilkynningu á YouTube síðuna sína.

5. Ánægðir og virkir áhorfendur

Það skiptir miklu máli að þeir sem heimsækja rásina þína og horfa á myndböndin séu ánægðir með það sem þeir sjá. En það má heldur ekki gleyma því að það er jafn mikilvægt að virkja þann sem horfir. Það er einungis hálfur sigur unninn ef ánægður notandi kemur aftur og aftur á YouTube rásina þína. Fullnaðarsigur næst þegar þú færð notandann til að kaupa af þér vörur eða þjónustu.

★ Væntingastjórnun: - Stór partur af vel heppnaðri YouTube rás og markaðssetningu á henni er væntingastjórnun. Það skiptir miklu máli að notendur viti hverju þeir eigi von á, bæði hvað varðar innihald myndbanda og hver gæðin á þeim eru. Þetta tryggir að þeir verði ekki fyrir vonbrigðum.

Þegar þú ferð í Bónus verslun sem þú hefur aldrei komið í og kemst að því að starfsmennirnir eru fáir og þjónustan lítil verðurðu líklega ekki fyrir vonbrigðum því þetta er það við má búast. Bónus er lágvöruverslun og þjónustan eftir því, eins í hverri verslun.

Það er því mikilvægt fyrir þig strax í upphafi að skilgreina vel hver tilgangurinn er með YouTube rásinni þinni. Hverskonar myndbönd eiga að vera þar og í hvaða gæðaflokki þau eiga að vera. Athugaðu að það er ekkert að því að auglýsingarnar þínar og t.d. kennslumyndbönd séu í sitthvorum gæðaflokknum, svo lengi sem gæðin í hvorum flokki um sig sé ávallt sá sami. Notendur sem fá það sem þeir búast við eru ánægðir notendur.

★ Þátttaka áhorfenda: Eins og sagt var hér að ofan þá skiptir þátttaka notenda miklu máli. Það eru fjölmargar leiðir færar til að ýta við þeim sem horfir. Í myndbandinu sjálfu er hægt að tala beint til notenda og biðja hann um að gera eitthvað, eins og t.d. að deila myndbandinu á Facebook, gerast áskrifandi að rásinni eða skilja eftir ummæli. Einnig er hægt að hvetja hann til að heimsækja vefverslun og fleira í þeim dúr. Þetta er einnig hægt að gera með annotations., en það er einmitt mjög sterkt að nota bein skilaboð í myndbandinu ásamt skilaboðum með annotations.

★ Þitt hlutverk og þátttaka í umræðum: Ef myndböndin þín verða vinsæl máttu búast við ummælum og jafnvel umræðu um þau á rásinni þinni. Þetta er að sjálfsögðu af hinu góða enda geta upplýsingar þar gefið þér góða innsýn í það hvað viðskiptavinum þínum finnst. Þú verður að sjálfsögðu að vera með þykkan skráp og geta tekið því þegar sett er út á myndböndin. Það er kúnst að bregðast við á réttan hátt sé umræðan að rata á villigötur og því mælum við með því að þú setjir þig í samband við okkur frekar en að bregðast rangt við ummælum.

Þú getur svo að sjálfsögðu fundið myndbönd úr sama geira sem aðrir hafa sett inn og tekið þátt í umræðunni þar. Ef þú átt áhugaverð inlegg þar, góð ráð og fleira þá eru góðar líkur á því að fólk kíki á rásina þína og horfi á myndböndin þín.

★ Playlistar: Ein góð leið til auka áhorf og gera notendur ánægðari er að gera playlista. Taktu saman myndbönd um sama efni og skelltu þeim saman í playlista, það auðveldar notendanum að horfa á myndböndin þín. Þetta á sérstaklega við ef þú birtir nokkur myndbönd í seríu, sem dæmi:  Google analytics 1. hluti, Google analytics 2. hluti, o.s.frv. Playlistana geturðu svo gert aðgengilega á rásinni þinni, heimasíðunni þinni, Facebook og víðar.

★ Fjölgaðu vinunum: Það er hægt að eignast vini á YouTube rétt eins og á Facebook. Takmark þitt á að sjálfsögðu að vera að eignast eins marga vini og hugsast getur til að sem flestir viti af myndböndunum þínum. Ef þú tekur þátt í umræðum við myndbönd annarra, gefur góð ráð og sýnir af þér almenna hjálpsemi þá munu vinirnir hrannast upp. Það vilja jú allir eiga sérfræðinginn að vin!

6. Mælingar með YouTube Insight

Öruggasta leiðin til árangurs er að mæla allt sem hægt er að mæla. Ef ekki er hægt að mæla það, hvernig veit maður þá hvort það er að batna eða versna? Innbyggt í YouTube er tól sem heitir Insight og er svipað og Google Analytics. Þarna geturðu séð mælingar á áhorfinu hjá þér, hvaðan fólk kemur, hve lengi það staldrar við og svo framvegis. Þessar mælingar gefa þér til kynna hvað myndbönd eru að virka best og af hverju. Í framhaldinu geturðu svo betrumbætt ný myndbönd út frá þeim gögnum sem þá liggja fyrir.

7. Kostaðar auglýsingar á YouTube

Þú getur margfaldað umferðina á myndböndin þín með því að kaupa auglýsingar inn á YouTube. Þessar auglýsingar virka svipað og PPC auglýsingar á Google. Það eru þó fleiri möguleikar í boði hér eins og til dæmis að kaupa auglýsingar við hliðina á ákveðnum myndböndum, t.d. við hliðina á samkeppnisaðilum. Þetta er brjáðsnjöll leið til að ná í nýja viðskiptavini og kostar aðeins brot af því sem sambærilegar auglýsingar kosta víða annarstaðar.

Við viljum taka fram að við mælum ekki með því að þú kaupir þér auglýsingar á YouTube nema þú þekkir PPC auglýsingar út og inn. Það er mjög auðvelt að sóa miklum peningum án árangurs ef maður kann ekki til verka. Settu þig frekar í samband við okkur og fáðu ráðleggingar frá sérfræðingum.

Markaðssetning á YouTube sem slær í gegn!

Saman getum við tryggt þínu fyrirtæki ótrúlegan árangur með myndböndum. Ekki bíða eftir að samkeppnisaðilarnir stingi þig af, vertu frekar á undan þeim!

Taktu upp símann núna og hringdu í 554 0045 eða sendu póst á radgjof@netradgjof.is

Skildu eftir ummæli

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna