Google Analytics fyrir byrjendur – Vefmælingar

Einn af stóru kostunum við heimasíður og internetið er hve auðvelt er að mæla allt sem manni dettur í hug. Vefmælingar eru notaðar til að bæta virkni heimasíðna, ná niður kostnaði við auglýsingar, auka veltu, bæta þjónustu og svona mætti lengi telja.

Það eru til ýmis tæki og tól sem hægt er að nota í vefmælingar og þar á meðal er Google Analytics. Tólið er með þeim bestu sem hægt er að fá og er auk þess ókeypis.

Annar stór kostur við tólið er að leitarvélarisinn Google á tólið og þróar það. Það þýðir að þeir munu alltaf tryggja það að tólið mæli það sem mestu máli skiptir fyrir árangur í leitarvélum og aðstoði þig við að gera upplifun notenda af vefnum þínum sem besta.

Hér er smá myndband sem fer yfir þau helstu lykilatriði sem Google Analytics mælir og hvernig megi nýta þær upplýsingar til að bæta vefinn og ná meiri árangri.

(Tæknin er aðeins að stríða okkur og þessvegna setjum við hér erlent myndband um sama efni þar til okkur tekst að koma okkar eigin mynbandi í loftið – sem verður vonandi innan fárra klukkustunda)

Skildu eftir ummæli

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna