Gott val og Netráðgjöf sameinast

Gott val og Netráðgjöf sameinuðust nýlega en Gott val er vel þekkt fyrir framúrskarandi námskeið og einstaka ráðgjöf í öllu sem snýr að sölumennsku, framkomu og árangursstjórnun.

Gott val hefur jafnframt alltaf haft það að leiðarljósi frá upphafi að námskeiðin séu ekki aðeins fræðandi og gagnleg heldur séu þau umfram allt skemmtileg og auðskilin. Flókin hugtök og tækniorð eru útskýrð á mannamáli það er ávallt léttur andi í húsinu.

Þessi sameining gerir það að verkum að Netráðgjöf er í dag leiðandi fyrirtæki  í ráðgjöf og þjónustu í öllu sem snýr að árangri á internetinu. Gildir þá engu hvort um ræðir tæknilegu hliðina (SEO, síðubestun, vefmælingar, o.s.frv.) eða markaðshlutann (herferðir í samfélagsmiðlum, auglýsingar á netinu s.s. ppc og vefborðar eða póstlistar/fréttabréf).

Auk þess sem talið er upp hér að ofan verður áfram boðið upp á öll þau námskeið sem hingað til hafa verið í boði hjá Góðu vali og Netrágjöf.

Bestu kveðjur,
Starfsfólk Netráðgjafar

Skildu eftir ummæli

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna