Markaðssetning á LinkedIn

Samfélagsvefurinn LinkedIn er í stöðugum vexti auk þess sem Íslendingar nýta sér hann í sí auknu mæli. Hingað til hefur vefurinn einna helst verið notaður til að halda utan um ferilskrár og meðmæli en möguleikarnir eru mun fleiri. Markaðssetning á LinkedIn er því ekki bara vænlegur kostur fyrir einstaklinga heldur líka fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök.

.

.

Hér eru 6 góðar leiðir til að fá meira út úr LinkedIn

1. Settu þér skýr, vel skilgreind markmið

Sem LinkedIn notandi ættirðu að vera með það á kristaltæru hvað þú vilt fá útúr LinkedIn. Þú verður að geta svarað tveimur lykilspurningum; “Af hverju er ég á LinkedIn?” og “Hvernig get ég nýtt mér LinkedIn?”

Hér eru 3 af þeim algengustu markmiðum sem einstaklingar setja sér á LinkedIn

  • Halda sambandi við kollega
  • Stækka eigið tengslanet í gegnum tengingar á LinkedIn
  • Byggja upp orðspor í gegnum meðmæli og tengingar

Hér eru svo 3 algeng “bissness” markmið

  • Skapa sér ímynd sem höfðar til hæfileikaríkra (og hugsanlega hátt settra) einstaklinga
  • Skapa sér orðspor sem sérfræðingur innan ákveðins geira
  • Koma af stað/taka þátt í umræðum sem leiða til viðskipta

2. Skorað í leitarvélum

LinkedIn skorar hátt í leitarvélum og því um að gera að nýta sér það til hins ítrasta. Þegar þú setur upp prófílinn þinn þá geturðu sett inn allt að þrjár vefslóðir. Þegar þú gerir það skaltu velja “Other:” frekar heldur en t.d. “Company website”, “Blog” eða “Personal website”. Ástæðan er sú að þegar þú velur “Other:” færðu að setja svokallaðan anchor text með slóðinni.
Þetta einfalda trix gerir það að verkum að í stað þess að það birtist Company Website á prófílnum þínum geturðu látið birtast Netráðgjöf eða jafnvel Markaðssetning á netinu.

3. Fylgstu náið með öðrum á LinkedIn

Burtséð frá því hvert lokatakmark þitt er á LinkedIn ættirðu að nýta þér “Follow company” möguleikann. Þennan möguleika gerurðu notað til að fylgjast  með samkeppnisaðilum og áhugaverðum fyrirtækjum. Auk þess þá er gott að skoða prófíla hjá fólki sem
  • þú værir til í að fá í vinnu
  • þú værir til í að vinna hjá
  • eru hjá samkeppnisaðilanum
  • og fleira í þessum dúr
Gættu að stillingunum
Allt of margir gleyma að skoða vel “settings” flipann á LinkedIn en þar er að finna margar mikilvægar stillingar. Þar geturðu til dæmis still hverjir sjá hvað. Ef þú ert til dæmis að leita að nýju atvinnutækifæri á LinkedIn en ert enn í vinnu gæti verið sniðugt að slökkva á “activity updates” – af sama tilefni gæti verið gott að leyfa öðrum að sjá nafnið þitt  ef þú hefur heimsótt prófílinn þeirra.

4. Nýttu þér hópa á LinkedIn

Það er allt of algengt að fólk annaðhvort hunsi hópana á LinkedIn eða skrái sig í hóp en taki svo aldrei þátt í neinni umræðu þar. Virk þátttaka í hópum er frábær leið til að auka hróður og orðspor auk þess sem slíkt getur leitt til nýrra viðskipta.
Það getur líka verið góð hugmynd að stofna nýjan hóp. Vissulega kostar það vinnu að stofna og stækka nýjan hóp en sú vinna mun skila sér margfalt til baka ef þú stendur rétt að málum.

5. Innbyggt meðmælakerfi

Einn af stærstu kostum LinkedIn er meðmælakerfið þeirra en enginn annar samfélagsmiðill býður upp á neitt sambærilegt. Meðmæli eru klárlega árangursríkasta leiðin til að markaðssetja sjálfan sig, fyrirtæki eða vöru en mælingar hafa leitt í ljós að einungis 14% fólks treystir auglýsingum en um 80% treysta meðmælum.
“Þú munt uppskera eins og þú sáir” – Það ætti að vera leikur einn fyrir þig að fá meðmæli á LinkedIn ef þú einfaldlega gefur öðrum meðmæli að fyrra bragði.

6. Nýttu og stækkaðu tengslanetið

Með LinkedIn hefur þú möguleika á að stækka tengslanetið þitt mjög hratt með því að nýta þér “Introductions”. Það virkar t.d. svona: þú notar leitina til að finna einhvern sem þú vilt “tengjast” – ef þú og þessi aðili tengist í gegnum 3ja aðila (shared connection(s)) þá geturðu beðið þann aðila að “kynna ykkur” (Get introduced through a connection)
.

Hvar er best að byrja?

Ef þú veist ekki alveg hvar er best að byrja, settu þig þá einfaldlega í samband við okkur. Við getum aðstoðað þig við að taka fyrstu skrefin á LinkedIn.
Hringdu í síma: 554 0045 eða sendu okkur póst á radgjof@netradgjof.is

Skildu eftir ummæli

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna