Google refsar auglýsingaglöðum vefsíðum

Google sendi frá sér tilkynningu í dag um er varðar nýjan algóriþma sem mun hafa áhrif á þá vefi sem innihalda mikið af auglýsingum. Þessi breyting felur það í sér að vefir sem eru “top heavy” af auglýsingum ná slakari árangri í leitarniðurstöðum Google, með öðrum orðum; ef vefur inniheldur hlutfallslega mikið af auglýsingum á efri hluta hans (above the fold) þá mun Google ýta viðkomandi vef neðar í leitarniðurstöðum.

Þessi breyting mun vafalítið hafa alvarleg áhrif á þó nokkuð marga vefi og því mikilvægt að eigendur slíkra vefja bregðist skjótt við og geri útlits- og skipulagsbreytingar á vefnum sínum. Matt Cutts segir að Google muni ekki útvega nein tól til að meta hvort vefur sé í lagi eða verði refsað heldur verði menn einfaldlega að beita almennri skynsemi. Mikilvægast sé að hið raunverulega innihalds vefsins sé skýrt og aðgengilegt og sé ekki að drukkna í auglýsingum.

Hægt er að lesa nánar um þetta mál hér: http://searchengineland.com/too-many-ads-above-the-fold-now-penalized-by-googles-page-layout-algo-108613

Skildu eftir ummæli

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna