SOPA löggjöfin á mannamáli ásamt vangaveltum.

Internetið logar þessa dagana í umræðum um SOPA frumvarpið sem liggur nú fyrir Bandaríska þinginu. Fæstir virðast þó vita í hverju löggjöfin er fólgin þannig að ég ætla að reyna að útskýra kjarann í frumvarpinu á mannamáli og velta upp nokkrum spurningum í leiðinni.

Þess ber þó að geta að starfsmenn Netráðgjafar eru ekki lögfræðingar og því gætum við mögulega verið að mistúlka eitthvað en útskýringarnar hér að neðan byggja á lestri okkar á frumvarpinu sjálfu sem og þátttöku á ýmsum spjallsvæðum við aðra markaðsmenn sem lifa og hrærast í netheimum.

En byrjum á byrjuninni; hvað er SOPA

SOPA er lagafrumvarp sem liggur fyrir Bandaríska þinginu en SOPA stendur fyrir Stop Online Piracy Act. Megin inntak frumvarpsins er að geri Bandarískum yfirvöldum kleift að fara í róttækar aðgerðir gegn vefsvæðum sem hafa verið sökuð um að brjóta gegn Bandarískum lögum.

Það hljómar svosem ekki vitlaust svo við skulum kíkja á dæmi.

Paul sem býr í Miami skrifar bók og gefur hana út. Nokkru síðar kemst hann að því að sænsk síða er að dreifa bókinni hans til þeirra sem vilja án greiðslu. Það er auðvitað ólöglegt en af því Paul býr í Bandaríkjunum nær lagaramminn þar ekki til þeirra sem eru með síðuna í Svíþjóð. Það er því mjög skiljanlegt að menn vilji með einhverjum hætti komast fyrir þetta. Svo ekki sé minnst á alla þá afþreyingu og hugbúnað sem er stolið með svipuðum hætti.

En stóra spurningin er; hver er besta leiðin og er verið að fara hana með SOPA frumvarpinu? Í stuttu máli er svarið NEI.

Kíkjum aðeins á frumvarpið:

The bill would authorize the U.S. Department of Justice to seek court orders against websites outside U.S. jurisdiction accused of infringing on copyrights, or of enabling or facilitating copyright infringement. After delivering a court order, the U.S. Attorney General could require US-directed Internet service providers, ad networks, and payment processors to suspend doing business with sites found to infringe on federal criminal intellectual property laws. The Attorney General could also bar search engines from displaying links to the sites.

Ef rýnt er í textann kemur í ljós að það er verið opna á ansi furðulegar aðgerðir.

…could require US-directed Internet service providers, ad networks, and payment processors to suspend doing business with sites…

Í stað þess að eltast við þann sem er verið að brjóta af sér á að refsa hýsingaraðilanum, þeim sem tók hugsanlega við greiðslu, leitarvélum og öðrum sem tengjast viðkomandi án þess þó að hafa unnið neitt til sakar.

Þetta er auðvitað stórfurðulegt og gríðarlega erfitt viðfangs og því ekki undarlegt að stórfyrirtæki eins og Google, Wikipekia og aðrir bregðist ókvæða við.

Setjum upp smá dæmi til fá skýrari mynd.
Ég fæ mér 3G GSM áskrift hjá Símanum. Síminn hefur þar með gert mér kleift að komast á netið, hringja, senda SMS og svo framvegis. Þeir spurðu mig líka aldrei hvað ég hyggðist gera með þessa áskrift enda eru ekki ábyrgir fyrir því ef ég nota síman til að skipuleggja rán, enda væri slíkt fáránlegt. Þetta breytist með SOPA löggjöfinni því þá yrði síminn gerður ábyrgur. Ef ég bryti af mér og yrði kærður þyrftu þeir ekki bara að loka á þjónustuna til mín heldur þyrftu þeir líka að skila til hins opinbera hverri einustu krónu sem þeir græddu á mér.

Þetta er það sem löggjöfin gengur út á, að refsa þjónustuaðilum fyrir að hafa veitt (óafvitandi) glæpamanni þjónustu.

Það er líka svo svakalega undarlegt að menn haldi að þetta sé leiðin til að koma í veg fyrir vefsíður sem stela og svíkja peninga út úr fólki. Gefum okkur að einhverri slíkri síðu yrði lokað. Hvað haldiði að það tæki viðkomandi netglæpamann langan tíma að opna nýja síðu á nýju veffangi? Mín ágiskun er að tæki innan við klukkustund.

Það þarf svo sannarlega að spyrna við þjófnaði í netheimum en SOPA er nokkurn vegin heimskulegasta leiðin til þess.

Það væri gaman að heyra ykkar vangaveltur um þetta mál.

Skildu eftir ummæli

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna