YouTube vex á ógnarhraða

YouTube birti í gær ýmsa tölfræði varðandi notendur þeirra og er óhætt að segja að tölurnar geri mann hreinlega kjaftstopp! Meltum aðeins þessar tölur:

  • Horft er á meira en 4 milljarða myndbanda daglega um heim allan
  • Meira en klukkustund af efni er sett inn á YouTube hverja einustu sekúndu

Hvað fyrri staðreyndina varðar þá segja talsmenn YouTube að þetta sé 25% vöxtur miðað við síðustu 8 mánuði. Hvað innsetningu á efni snertir þá hefur það vaxið um meira en 30% á 8 mánuðum. Það er því óhætt að fullyrða að YouTube vaxi á ógnarhraða.

Til að hjálpa fólki að setja þessa tölfræði í samhengi þá settu þeir í loftið vefinn onehourpersecond.com en þar þessi staðreynd sett fram á mjög skemmtilegan máta (mæli með því að þú hafir hljóðið á þegar þú skoðar vefinn).

Í síðustu viku birti comScore videotölfræði fyrir Bandaríkjamarkað en þar er reiknað  með að kaninn hafi horft á 21.9 milljarð myndbanda frá YouTube í desember 2011. Það er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að enginn annar myndbandavefur nær einum milljarði áhorfa. Það verður áhugavert að fylgjast með áframhaldandi þróun á þessum markaði þar sem það verður sífellt erfiðara fyrir minni aðila að komast inn þegar forskotið er orðið svona gríðarlegt.

 

Ein ummæli

  1. Vá. Ekki vissi ég að YouTube væri svona svakalega stórt dæmi. Skemmtilegt vidjó!

Skildu eftir ummæli

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna