Áhrif farsíma á viðskipti á netinu og utan þess

Þessa dagana fer fram farsímaráðstefnan Mobile World Congress í Barcelona. Hún er auðvitað sérstaklega spennandi fyrir tækja- og græjufíkla en hún ekki síður áhugaverð fyrir okkur sem veltum fyrir okkur markaðstækifærum framtíðar. Markaðssetning á netinu mun í auknu mæli fara fram á snjallsímum og spjaldtölvum en meiri hraði, aukin reiknigeta, stærri skjáir og fleiri fídusar á slíkum tækjum munu klárlega hafa mikil áhrif á þróun internetsins næstu árin. Netnotkun sem og viðskipti í gegnum farsíma vaxa líka í sífellu og því er mjög spennandi að sjá hvað er framundan. Það voru því margir spenntir þegar Jason Spero mætti á sviðið í Barcelona í gærmorgun.
 .

Glænýjar markaðsrannsóknir og spár fyrir 2012 frá Jason Spero

Fyrir þá sem ekki þekkja til þá stýrir Jason Spero deildinni hjá Google sem sér um auglýsingasölu á farsímum en var áður í stjórnendastöðu hjá AdMob. AdMob er fyrirtæki sem sérhæfir sig í auglýsingamiðlun á farsíma en Google keypti ráðandi hlut í fyrirtækinu í lok árs 2009 fyrir litlar 750 milljónir dollara. Sífellt heyrir maður orðróm þess efnis að Google ætli svo að loka AdMob núna þegar öll þekkingin og tæknin er kominn yfir þeirra en þó hefur ekkert verið staðfest enn í þeim efnum.

Mobile deild Google undir forystu Jason Spero framkvæmdi nýlega rannsókn sem fór fram á Bretlandi, í Bandaríkjunum, Frakklandi, Þýskalandi, Spáni og í Japan. U.þ.b. þúsund manns tóku þátt í hverju landi fyrir sig.

Eitt það áhugaverðasta sem kom úr þessari rannsókn er hið háa hlutfall notenda sem nota símann sinn til að leita á netinu en í öllum löndunum var hlutfallið nálægt 100%. Það kemur reyndar ekki skýrt fram í tölfræðinni hvort einungis sé átt við um leit í vafra en líklegt má teljast að leit í gegnum “öpp” sé ekki inni í þessari tölfræði. Það er líka ágætt að hafa í huga að samkvæmt StatCounter fer 97% af allri leit á farsímum fram í gegnum Google vefleit.

Öppin vinsæl um allan heim.

Það kemur sjálfsagt engum á óvart að öppin eru vinsæl allstaðar. Japanir eru þó duglegastir við að ná sér í öpp og eru að meðaltali með 42 öpp á símanum símanum sínum á meðan Bandaríkjamenn eru einungis með 26. Þegar kemur að notkun hinsvegar þá eru Bandaríkjamenn duglegastir þó lítill munur sé milli landa.

Farsímar spila mun sífellt stærra hlutverk í “offline” kauphegðun

Rannsóknirnar staðfestu einnig það sem flestir vissu (eða grunaði) að farsímanotendur eru mjög virkir á samfélagsmiðlum og horfa mikið á myndbönd. Það sem kom hinsvegar mörgum á óvart er stórt hlutverk farsímar spila í kauphegðun þegar kaup eiga sér stað utan við internetið.

Eitt af því sem kom mörgum á óvart er sú staðreynd að 92% af snjallsímanotendum í Bandaríkjunum sækja sér upplýsingar á netinu um vörur og þjónustu sem ekki er hægt að kaupa online og að 89% nýttu sér upplýsingarnar á einhvern hátt í framhaldinu.

En hér er stórfréttin: 25% þeirra sem framkvæmdu slíka leit (US) keyptu í beinu framhaldi vöru eða þjónustu út frá leitarniðurstöðum. Og þetta er ekki búið enn því 51% af þeim sem leituðu hringdu í framhaldinu í fyrirtæki eða verslun og 48% hreinlega mættu á staðinn í beinu framhaldi af leitinni. Það má því öllum vera ljóst að leitarniðurstöður í Google skipta ÖLLU máli ætli menn sér að ná í sneið af farsímakökunni, sérstaklega í Bandaríkjunum.

Ótrúlegur fjöldi snjallsímanotenda nota hann til að versla á netinu

Rannsókn Google leiddi líka í ljós að 63% af snjallsímanotendum í Bandaríkjunum versla á netinu a.m.k. 1 sinni í mánuði eða oftar með símanum. Ennfremur kom í ljós að 20% þeirra segjast nota símann daglega til að versla.

Við rákum líka augun í áhugaverða þróun á því hve mikið snjallsímanotendur eru farnir að reiða sig á netið í símanum sínum til að bera saman vörur og þjónustu og hvernig sú þróun er að breyta kauphegðun hjá þessum hópi.

Þú getur fengið rannsóknina í heild sinni á PDF formi!

Þetta var svona það bitastæðasta úr þessari rannsókn Google en áhugasamir geta náð sér í rannsóknina í heild sinni hér (pdf).

Jason Spero spáir í árið 2012

Til viðbótar við að kynna það helsta úr þessari ágætu rannsókn Google þá skellti Jason Spero jafnframt nokkrum spám fyrir árið 2012, hér er þær, nokkurn vegin orðréttar frá honum:

 • More than 1 billion people will use mobile devices as their primary internet access point.
 • There will be 10 days where >50% of trending search terms will be on mobile
 • Mobile’s role in driving people into stores will be proven and it will blow us away
 • “Mobile driven spend” will emerge as a big category
 • Smartphones will prove exceptional at driving a new consumer behavior
 • Tablets will take their place as the 4th screen
 • New industry standards will make mobile display easy to run
 • 5 new, mobile first companies will reach the Angry Birds level of success
 • The ROI on mobile and tablet advertising will increase as a result of the unmatched relevance of proximity
 • The intersection of mobile and social will spark a dramatic new form of engaging consumers
 • 80% of the largest 2,000 websites globally will have an HTML5 site
 • One million small businesses globally will build a mobile website

Skildu eftir ummæli

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna