Google Panda – Einu ári seinna

Það fór ekki framhjá neinum sem starfar við leitarvélabestun þegar Google skellti inn svokallaðri Panda uppfærslu fyrir ári síðan, en uppfærslan hafði áhrif á milljónir vefsíðna um heim allan. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá var Panda uppfærslan gerð til að sía út vefi og síður með lélegu eða litlu efni úr leitarniðurstöðum Google.

Þessi uppfærsla hafði gríðarleg áhrif, bæði góð og slæm. Vissulega tókst þeim að sía út milljónir síðna af óæskilegu efni en jafnframt urðu mörg heiðarleg fyrirtæki illa fyrir barðinu á uppfærslunni. Það hefur tekið sum fyrirtæki marga mánuði að klifra aftur upp á fyrstu síðu í leitarniðurstöðum Google og sum fyrirtæki hafa ekki enn náð sama sæti.

Google hefur auðvitað unnið að stöðugum uppfærslum á Pöndunni en hún hefur verið uppfærð 9 sinnum, núna síðast 18. janúar.

Í tilefni þess að nú er liðið ár frá uppfærslunni tóku Searchengineland og BlueGlass sig til og skelltu saman mjög skemmtilegri skýringarmynd um Google Panda.

Njótið:

 

Skildu eftir ummæli

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna