Klassískt sölutrix sem virkar í hvaða netverslun sem er!

Hvað getur kaupmaðurinn á horninu kennt okkur?

Þegar verslunareigendur þurfa að koma út völdum vörum eða vilja vekja sérstaka athygli á einhverju sem er nýtt eða spennandi notast þeir yfirleitt gamalreyndar aðferðir sem hafa vel staðist tímast tönn.

Áratugum saman hafa kaupmenn nota límmiða og merkispjöld til að draga sérstaka athygli að völdum vörum og eiginleikum hennar eða verði. Þetta er vel þekkt aðferð sem nýtir sér þann sálræna togkraft sem myndast ósjálfrátt þegar framsetning eða merking á völdum vörum sker sig verulega úr fjöldanum.

Ef þú ert með netverslun skaltu nýta þér þess aðferð

Snjallir kaupmenn í netheimum eru nú þegar farnir að nýta sér þessa aðferð og eru þá að setja rafræna límmiða, merkispjöld eða borða á valdar vörur (vörumyndir) til að vekja á þeim sérstaka athygli. Þetta er auðvitað að svínvirka því það er frekar óspennandi upplifun að vafra um algjörlega steríla netverslun.

Þessi tegund merkinga getur hjálpað notendum að vafra um netverslunina og geta spilað stórt og mikilvægt hlutverk í að hækka umbreytingarstuðul verslunarinnar (conversion rate). Þess utan eru þær mikilvægt  tól í birgðastýringu þar sem rétt notkun getur stýrt vali kaupenda.

Mælingar erlendis á netverslunum í ólíkum geirum með ólíkar vörur skila alltaf sömu eða svipaðri niðurstöðu; þær verslanir sem eru að nota rafræna límmiða selja meira, hafa betri(hærri) umbreytingarstuðul og stýra vöruflæði betur.

Hvernig eru netverslanir að nota svona merkingar?

Algengast er að verslanir séu að nota svona merkingar til að tilgreina hvaða vörur eru nýjastar, vinsælastar og fá bestu dómana. Allar rannsóknir sýna að jafningjadómar á netinu hafa gríðarleg áhrif í ákvörðunartöku kaupenda og því mikils virði að benda á þær vörur sem standa sig best.

Möguleikarnir eru nánast óendanlegir þegar kemur að svona merkingum, þ.e. hvað það er sem þú vilt draga fram með merkingunni. Hér er listi yfir algengustu notkunarmöguleikana:

 • vörur á útsölu
 • vörur á lækkuðu verði
 • vörur á tímabundnu tilboði
 • lagerhreinsun
 • ný vara
 • árstíðarbundin vara
 • vinsæl vara
 • vara er gædd eiginleika sem þarf að taka fram (t.d. 100% nátturlegt efni)
 • vara er uppseld
 • vara er væntanleg
 • vara sem fær frábæra dóma

 

Að lokum vil ég minna á hve mikilvægt það er að ofnota ekki svona merkingar og jafnvel að breyta þeim eða hvíla þær reglubundið. Þetta kemur í veg fyrir að fólk blindist af merkingunum, þ.e. að fólk hætti að taka sérstaklega eftir þeim af því þær eru notaðar ómarkvisst og í of miklu mæli.

Skildu eftir ummæli

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna