Pinterest – Sjóðandi heitur samfélagsmiðill sem ættir að vita af!

Eitt heitasta “startupið” þessa dagana er samfélagsmiðlinn Pinterest. Þessi skemmtilegi miðill er svosem ekki nýr af nálinni þar sem hann hefur verið í loftinu í rúm tvö ár en undanfarna mánuði hafa vinsældir hans rokið upp og telst hann nú til vinsælustu samfélagsmiðla heims og er sá 5 vinsælasti í Bandaríkjunum (samkv. Hitwise).

En hvað er þetta pinterest? Það má segja að þetta sé í raun myndræn tilkynningatafla (bulletin board) þar sem þú getur skellt inn þeim myndum sem þér þykja áhugaverðar, þ.e. ef þú rekst á flotta hönnun, girnilegan hamborgara eða smart jakka þá geturðu skellt viðkomandi mynd á töfluna þína. Þetta virkar þá svona:

Pinni (pin): Pinni er mynd sem þú hefur bætt inn á Pinterest, annaðhvort með því að vísa á vefsíðuna þar sem þú fannst hana eða með því að upphala henni af tölvunni þinni. Svo er að sjálfsögðu hægt að setja titil eða fyrirsagögn við alla pinna sem þú setur inn.

Endurpinni (repin): Þegar einhver hefur sett inn pinna getur hver sem er endurpinnað hann á sína töflu. Þannig getur einn pinni náð töluvert mikilli dreifingu á stuttum tíma. Þannig að ef þú sérð einhver flottan pinna, deildu honum endilega með vinum þínum.

Taflan (board): Hér geymast allir pinnarnir þínir. Þú getur skipt töflunni þinni niður eftir áhugasviðum eða viðfangsefnum, s.s. matur, brúðkaup, hönnun, tækni, bílar o.s.frv.

Rétt eins og á öðrum samfélagsmiðlum á finnurðu einstaklinga sem þú vilt fylgja (follow). Val þitt á þessum einstaklingum stjórnar því hvernig heimasvæðið þitt lítur svo út, þ.e. heimasvæðið þitt er búið til úr pinnum frá þeim sem þú fylgir. Að sjálfsögðu er svo hægt að tengja þetta við Facebook og finna þannig fljótt þá vini þína sem eru nú þegar komnir á Pinterest.

Það verður mjög áhugavert að sjá hvort þessi ört vaxandi miðill mun hafa áhrif á netverslun í Bandaríkjunum og hvort hann mun geta sett ný “trend” í gang þegar margir pinna og endurpinna sömu myndinni.

Til gamans má geta að 97% fylgjenda á Facebook síðu Pinterest eru konur!

Ekki missa af lestinni: www.Pinterest.com

2 ummæli

  1. Við stofnuðum reikning fyrir Dohop á Pinterest í vikunni, og það er skemmtilegt að sjá hversu vel Pinterest virkar.

    Ólíkt Twitter og Facebook, þá birtist allt sem maður pinnar á tveimur stöðum; hjá þeim sem eru að fylgja þér, og í flokknum sem pinninn á heima. Maður getur því fengið re-pin og like ansi fljótt, og mig grunar að þetta sé ástæðan fyrir vexti Pinterest.

    Kíkið á okkur: http://pinterest.com/dohop/

    • Þetta er flottur veggur hjá ykkur. Pinterest er skemmtilega sjónrænn miðill og því mjög spennandi sem markaðstól fyrir þau fyrirtæki sem geta miðlað upplýsingum myndrænt.

      Svo er auðvitað algjör snilld hvað það er auðvelt og þægilegt í notkun!

Skildu eftir ummæli

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna