7 lífseigar ranghugmyndir um leitarvélabestun

Þegar leitarvélabestun er annarsvegar eru vinnureglurnar margar og síbreytilegar. Landslagið í SEO breytist stöðugt og þær aðferðir sem virkuðu í gær virka ekki endilega í dag.

Eins furðulegt og það kann að hljóma þá eru fjölmargir vef- og markaðsstjórar sem neita að horfast í augu við þessa staðreynd. Þessir einstaklingar streitast við og halda áfram að nota löngu úreltar aðferðir sem virkuðu vel fyrir ári síðan eða jafnvel fimm. Engu breytir þótt þeir séu hættir að sjá árangur af aðferðunum og tólin sem þeir notast við jafn úrelt og ritvélin.

En hverjar eru þessar úreltu en lífseigu ranghugmyndir um leitarvélabestun?

.

Ranghugmynd nr. 1
Þú mun skora hærra í leitarvélum eftir því sem leitorðamettunin (keyword density) á vefnum þínum hækkar.

Þetta virkaði upp að vissu marki í eina tíð en á einhverjum tímapunktu þá kveiktu svokallaðir spammers á perunni og ofnotuðu þetta í svakalegu mæli. Það að troða of mikið af leitarorðum inn á vefsíður varð fljótt þekkt fyrirbæri og er í dag kallað keyword stuffing.

Þetta varð til þess að Google  og aðrar leitarvélar fóru að horfa öðrum augum á þetta og í dag getur þessi aðferð orðið til þess að vefur er lækkaður í leitarniðurstöðum eða jafnvel bannaður og því fjarlægður alveg.

Það þarf því að fara varlega þegar verið er að troða leitorðum inn á vefsvæði og gæta þess að mettunin fari ekki yfir 3-4% því annars er hætta á að viðkomandi vefsvæði verði sett í svokallaðan sp@m flokk  og því hunsaður af leitarvélum. Það er auðvelt að mæla mettunina með tólum eins og SEO Quake.

Ranghugmynd nr. 2
Það að setja leitarorðin inn í svokölluð Meta Tags mun skjóta mér ofar í leitarvélum

Þetta virkaði svo sannarlega í eina tíð en er löngu hætt að virka. Þetta var ofnotað í svo svakalegu mæli að leitarvélar fóru að hunsa þetta. Í dag mælum við með því að sett séu 1-3 orð inn í Meta Tags svona rétt til að gefa leitarvélum vísbendingar um það hvað hver síða fjallar um en það hefur hinsvegar lítil eða engin áhrif á niðurstöður í leitarvélum.

Ranghugmynd nr 3.
Það á einungis að notast við eitt leitarorð á hverri vefsíðu

Á sama tíma og það er nauðsynlegt að leitarvélar viti og skilji hvaða eitt til tvö leitarorð eiga við hverja síðu á vefnum hjá þér getur verið hættulegt að fókusa um of á eitt leitarorð því það getur orðið til þess að síðan verði flokkuð sem sp@m.

Það er tvennt sem þarf að hafa í huga hér. Annarsvegar að leitaroðamettunin verði ekki of há og hinsvegar sú staðreynd að Google og aðrar leitarvélar notast við aðferðir eins og LSA (Latent Semantic Analysis) til að meta efnið(textann) á síðunni. LSA metur orðasamhengi og ber saman skjöl og síður til að meta hvort innihaldið sé eðlilegt. Dæmi: ef síða fjallar um háreyðingarkrem þá gerir Google ráð fyrir því að finna ákveðin orð og orðasambönd sem tengjst því orði, í ákveðnu magni. Þessi orð eru sennilega rakstur, rakakrem, konur, fótleggir og svo framvegis. Google ber þessi orð og efni síðunnar saman við aðrar síður sem fjalla um rakakrem og ef Google finnst þín síða vera með orðið rakakrem í óeðlilegu hlutfalli við annað efni síðunnar verður hún flokkuð sem sp@m.

Ranghugmynd nr 4. 
Leitarvélabestun þarf bara að framkvæma einu sinni

Þetta er eins vitlaust og hugsast getur. Það ætti flestum að vera augljóst að ef reglurnar og aðferðirnar eru sífellt að breytast þá þarf að aðlaga vefi og vefsíður í samræmi við nýtt regluverk. Auk þess þá er samkepnnin fljót að skjótast framúr ef maður sofnar á verðinum – þetta er lykilatriði í markaðssetningu á netinu.

Auk þess þá er mikilvægt að vera með virkar vefmælingar til að meta árangur af leitarvélabestun svo  hægt sé að bregðast við þegar leitarorð hætta að virka og til að koma auga á ný leitarorð sem þarf að koma fyrir.

Leitarvélabestun er eitthvað sem þarf alltaf að huga að. Þrátt fyrir að þú þurfir ekki að uppfæra vefinn þinn daglega  er mikilvægt að það sé gert reglulega auk þess sem leitarvélabestun utan vefsvæðis þarf að fara fram allt árið um kring.

Ranghugmynd nr 5.
Það að skiptast á hlekkjum skilar góðum árangri í leitarvélum

Þetta var mjög vinsælt á árum áður þar sem það er vitað mál að Google og aðrar leitarvélar kunna að meta það þegar það er vísað á síðuna þína og að sama skapi þegar þú vísar á aðrar síður. Þetta hefur hinsvegar breyst og er litið hornauga af leitarvélum sé þetta gert í óhófi, sérstaklega ef það er gert með sérstökum tenglasíðum og svo ég tali nú ekki um ef vefirnir tengjast ekki á nokkrun hátt (þ.e. ef hótel vísar til dæmis inn á síðu sem selur raftæki).

Það er eiginlega sorglegt hve margir vef- og markaðsstjóra halda að leitarvélar átti sig ekki á muninum á hjálplegum hlekk og  hlekk sem er til einskis.

Ranghugmynd nr 6.
Forsíðan á vefnum mínum mun alltaf skora best og því ætti ég að beina allri leitarvélabestun (og öllum leitarorðum) þangað

Leitarvélar eru löngu hættar að fara ítarlegar yfir forsíðuna þína samanborið við aðrar síður á vefnum þínum. Leitarvélarnar taka út allan vefinn þinn, síðu fyrir síðu, og því verður sífellt mikilvægara að allur vefurinn þinn sé leitarvélabestaður og það hvernig hann er uppsettur og hvernig leitarvélarnar sjá hann sé útpælt.

Það er orðið mjög algengt að undirsíða birtist mun hærra en forsíðan í leitarvélum á völdum leitarorðum. Þetta gera leitarvélarnar til að leitendur þurfi ekki af vafra um vefinn þinn að óþörfu. Ef þeir eru t.d. að leita að háreyðingarkremi er eðlilegast að leitarvélin sendi þá beint inn á viðkomandi síðu um háreyðingarkrem en ekki á forsíðuna.

Ranghumgynd nr 7.
Allar leitarvélar meta vefinn þinn eins

Þetta er gríðarlega stórt atriði sem flestir virðast gleyma, þ.e. að leitarvélar meta vefinn út frá ólíkum forsendum og með ólíkum aðferðum. Google notast við meira en 200 ólíka þætti þegar þeir taka út vefinn og Bing gerir það sama. Bing notar hinsvegar ekki sömu 200 þætti og Google.

Vissulega er Google ráðandi á leitarvélamarkaðnum en það má alls ekki gleyma því að það er hellings umferð á öðrum leitarvélum líka. Það er mikilvægt að vefurinn þinn uppfylli a.m.k. kröfur um leitarvélabestun frá 3 stærstu leitarvélunum (Bing, Yahoo og Google). Flestar mælingar benda til þess að Google eig um 65% af heildarmarkaðnum, Yahoo og Bing um 30% og restin skiptist svo niður á nokkra mjög litla aðila. Það er því eftir miklu að slægjast hjá Yahoo og Bing.

Samantekt

Það eru auðvitað fjölmargar aðrar ranghugmyndir um leitarvélabestun sem hægt væri að tíunda hér en þetta eru þær 7 lífseigustu. Gættu þess að þú sért með þinn vef í lagi gagnvart leitarvélum og hafðu í huga að leikreglurnar eru sífellt að breytast.

Leitarvélabestun er langhlaup og kostar vinnu en þeir sem standa rétt að málum uppskera svo sannarlega ríkulega.

 

Skildu eftir ummæli

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna