Google Places: Þarft þú að fela heimilisfangið þitt?

Google Places er eitt af þeim fjölmörgu tólum sem er fyrirtækjum nauðsynlegt til að auka sýnileika og árangur í netheimum. En hvað er Google Places og ef ég er með fyrirtæki.. hvað þarf ég að vita?

Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að vita að Google Places er apparatið sem sér um að birta fyrirtæki á Google Maps. Þú vilt tryggja það að fyrirtækið þitt birtist örugglega á Google Maps og að þær upplýsingar sem þar birtast séu góðar og réttar. Þetta á sérstaklega við um þá sem eru að þjónusta ferðamenn og útlendinga í heimsókn hér því þeir nota Google Maps mjög mikið þegar þeir leita að verslunum og þjónustu.

Í öðru lagi er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að netnotendum gefst kostur á að skrifa ummæli (review) um fyrirtækið þitt og þá þjónustu sem þar er veitt auk þess að gefa fyrirtækinu stjörnur eins og sjá má á myndunum hér til hliðar (smella á þær til að stækka)

Í þriðja lagi er gott að hafa í huga að flestir telja að Google hygli þeim sem skrá sig með birtingu ofar í náttúrlegum leitarniðurstöðum. Það er því betra að vera skráður heldur en ekki.

Í fjórða lagi er afskaplega mikilvægt að vita þarf að passa til að Google birti þig á Google Maps og í náttúrulegum leitarniðurstöðum. Google á það nefninlega til að birta ekki valin fyrirtæki og um það snýst restin af þessari grein.

Af hverju gætir þú þurft að fela heimilisfangið þitt?

Til að útskýra þetta er best að segja örstutta sögu:
24. febrúar síðastliðinn fékk Andrew Shotland hjá LocalSEOGuide.com símtal frá starfsmanni Google sem spurði hann hvort hann þjónustaði viðskiptavini á því heimilisfangi sem hann væri með skráð á Google Places. Hann játti því en tók jafnframt fram að hann þjónustaði líka alþjóðlega viðskiptavini sem kæmu ekki á skrifstofuna til hans. Samtalinu lauk skömmu síðar en næst þegar Andrew gáði þá var fyrirtækið hans horfið út af Google Maps.

Andrew fór að sjálfsögðu í hjálpina á Google Places og fór að leita að rót vandans sem endaði á þannig að hann fékk tölvupóst frá starfsmanni Google sem sendi honum meðal annars eftirfarandi texta:

What are my options when defining a service area?
Don’t receive customers at your location? Serve customers at their location? Select the “Do not show my business address on my Maps listing” option within your dashboard — if you don’t hide your address, your listing may be removed from Google Maps.

Um svipað leyti þá tók Linda Buquet, starfsmaður hjá Catalyst eMarketing og einn duglegasti penninn inn á Google Maps Help Forum, eftir því að svipuðum sögum tók að rigna þar inn. Fyrirtæki fengu símtal og í framhaldinu hvarf skráning þeirra á Google Maps. Hún brást skjótt við og fór að herja á starfsmenn Google um svör við þessu.

Þess ber að geta að á þessum tíma hafði ekki nokkur einasti SEO sérfræðingur heyrt af þessu eða rekið augun í þennan texta í skilmálum eða hjálpinni á Google Places. Andrew breytti stillingunum hjá sér í kjölfarið , þ.e. hann faldi heimilisfangið sitt og viti menn, hann birtist samstundis aftur sem þjónustuaðili á Google Maps (nema án heimilisfangs auðvitað).

Þann 22. mars síðastliðinn var svo sett inn uppfærsla á Google Places Quality Guidelines sem er svohljóðandi:

If you don’t receive customers at your location, you must select the “Do not show my business address on my Maps listing” option within your dashboard. If you don’t hide your address, your listing may be removed from Google Maps.

Þetta eru auðvitað ekki góðar fréttir fyrir þá sem þjónusta viðskiptavini bæði nær og fjær þar sem Google ætlast til þess að heimilisfangið sé falið og því ekki hægt að sjá samstundis hvar menn eru til húsa.

Góðu fréttirnar eru þó þær að Google veit af heimilisfanginu og notar það þegar leitað er úr frá staðsetningu, þ.e. ef ég er staddur á Suðurlandsbraut og leita að ákveðinni þjónustu í gegnum farsímann minn þá birtir Google efst þau fyrirtæki sem eru næst mér, þrátt fyrir að heimilisfangið sé ekki sýnilegt.

Einföldun – Útskýrðu nákvæmlega fyrir Google hvar þú veitir þjónustu

Fyrirtæki A
Þjónustar alla viðskiptavini sína á því heimilisfangi sem auglýst er – Þú átt að sýna heimilisfangið

Fyrirtæki B
Þjónustar flesta viðskiptavini sína á því heimilisfangi sem auglýst er auk viðskiptavina innan ákveðins svæðis –  Þú átt að sýna heimilisfangið en verður að nota Service Radius Tool til að skilgreina þjónustusvæðið.

Fyrirtæki C
Þjónustar viðskiptavini vítt og breytt og jafnvel fæstir sem koma á staðinn. – Þú átt að fela heimilisfangið þitt.

Skelltu þér nú inn á Google Places og tryggðu að þú sért með þitt fyrirtæki í lagi!

Skildu eftir ummæli

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna