Deildu hnappur getur dregið verulega úr sölu netverslana

Eftir því sem vinsældir samfélagsmiðla aukast keppast allir við að troða hinum ýmsu “deildu” hnöppum hvar sem þeir komast fyrir. Nýleg rannsókn* sýnir hinsvegar að þegar um netverslanir er að ræða geta hnapparnir haft veruleg áhrif á kauphegðun neytenda.

Rannsóknin, sem tók til 200 einstaklinga leiddi í ljós að séu samfélagsmiðlahnappar til staðar í netverslun getur það aukið sölu á sumum vörum en dregið verulega úr sölu á öðrum.

.
“Deildu” hnappur getur dregið sölu saman um 25%

Áhrifanna varð fyrst og fremst vart á vörum sem eru þess eðlis að kaupandi vill ekki að neinn viti af kaupunum og á þeim vörum sem kaupandinn er mjög stoltur af. Það er að segja, í þeim tilvikum sem kaupandinn skammaðist sín á einhvern hátt fyrir kaup á vöru þá dróst salan saman um 25% ef umræddir samfélagsmiðlahnappar voru til staðar. Sem er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að viðkomandi kaup fara ekki sjálfkrafa inn á samfélagsmiðlana heldur þarf kaupandinn sjálfur að smella á og deila.

Að sama skapi leiddi rannsóknin í ljós að þegar keyptar voru vörur sem neytandinn var stoltur af að deila á samfélagsmiðlum jókst salan um 25%. Það að geta montað sig á samfélagsmiðlum hefur því greinilega jákvæð áhrif á sölu í ákveðnum vöruflokkum og á ákveðnum vörumerkjum.

Samfélagsmiðlar síast inn í undirmeðvitundina

Eitt það áhugaverðasta við þessa rannsókn er að hnapparnir virðast hafa þessi miklu áhrif á kauphegðun algjörlega áháð því hvort neytendur urðu þeirra varir eða ekki. Þ.e. neytendur voru spurðir hvort slíkir hnappar hafi verið til staðar eða ekki, og í þeim tilvikum þar sem neytendur mundu það ekki þá voru niðurstöðurnar samt þær sömu sem bendir til þess að hnapparnir síist beint inn í undimeðvitundina.

“Our study finds that the mere presence of social media icons on a web page where we shop appears to cause us to feel as if our purchases are being watched by our social network, and we adjust our buying decisions accordingly,” – Claudia Townsend, an assistant professor of marketing at the University of Miami School of Business Administration who was part of the research stated.

Samantekt

Það sem við drögum út úr þessari rannsókn er hve mikilvægt það er fyrir fyrirtæki (sérstaklega netverslanir) að átta sig á því hver máttur samfélagsmiðla er mikill og sívaxandi. Jafnframt er mikilvægt að draga þann lærdóm af þessari rannsókn að það er ekki nauðsynlegt að hafa samfélagsmiðlahnappa allstaðar, þvert á móti er mikilvægt að þeir séu ekki til staðar í sumum tilvikum.

*Rannsóknin var framkvæmd af University of Miami School of Business Administration, Empirica Research, and StyleCaster Media Group.

Skildu eftir ummæli

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna