Persónulegar leitarniðurstöður er slæmar segja 65%

Einn af þeim fyrirlesurum sem vöktu mikla athygli á RIMC ráðstefnunni síðastliðinn föstudag var Eli Parisi en bókin hans, The Filter Bubble, hefur heldur betur hrist upp heimsbyggðinni. Fyrirlesturinn hans, sem og bókin, fjalla um það að netnotendur ráði engu lengur um það hafi litla eða enga stjórn á persónuupplýsingum lengur.

Google og Bing segja þetta gott
65% almennings er á annarri skoðun

Bæði Google og Bing segja að persónulegar leitarniðurstöður séu af hinu góða því það skili betri niðurstöðum. Tveir þriðju almennings eru hinsvegar á annarri skoðun. Þeir sjá persónulegar leitarniðurstöður sem vondan hlut. Það sem meira er, 73%  líta á persónulegar niðurstöður sem árás á persónufrelsi.

Þetta eru  niðurstöður úr nýrri könnun sem Pew Internet & American Life Project gerði nýverið. Könnunin fór fram á tímabilinu 20. janúar til 19. febrúar síðastliðinn og tók til u.þ.b. 2.000 einstaklinga í Bandaríkjunum.

Persónulegar leitarniðurstöður: af hinu vonda
Fólk var spurt hvað þeim fyndist um það ef leitarvélar skráðu niður allt það sem viðkomandi leitaði að og notaði það svo í framhaldinu til að gera leitarniðurstöður persónulegri.

Það sem vekur sérstaklega athygli hér er að einungis 29% spurðra líta á persónulega leit sem jákvæða þróun. 65% eru hinsvegar á því að þetta sé slæmt þar sem persónulegar niðurstöður takmarka það sem þú sérð og kemur hugsanlega í veg fyrir að við fáum ákveðnar upplýsingar. Þetta er einmitt útgangspunktur Eli Parisi í bókinni sinni að við munum smátt og smátt festast inni í því sem hann kallar “the filter bubble”.

Hér að neðan eru svo tvö skjákot til viðbótar úr rannsókninni til að gefa þér skýrari mynd af því hvernig niðurstöðurnar skiptast lýðfræðilega.

.

 

uppruni fréttar: Searchengineland

Skildu eftir ummæli

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna