Vefurinn okkar varð fyrir árás!

Eflaust hafa einhverjir orðið varir við það að vefurinn okkar hefur legið niðri núna í rúman sólahring. Ástæðan er ósköp einföld, við urðum fyrir árás frá óprúttnum aðilum sem nýttu sér lénið okkar til að senda út allskyns vitleysu. Svo mikið og alvarlegt að haft var samband við okkur frá tölvuþrjótadeild í Frakklandi.

Búið er að plástra í gatið sem þrjótarnir nýttu sér og vefurinn okkar orðinn öruggari en nokkurn tíma áður. Við vonum að þessi niðurtími vefsins hafi ekki valdið þér óþægindum.

Skildu eftir ummæli

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna