Loksins! Google Analytics fyrir farsíma

Eftir mikla bið kom loks tilkynning frá Google um “official” Google Analytics App en þetta app mun vafalítið hjálpa til við vefmælingarÞað eru vissulega til fjörmörg öpp sem nýta GA API til að birta skýrslur og mælaborð úr Google Analytics en flest þeirra, ef ekki öll, eru búin einhverjum vanköntum.

Hið nýja app frá Google lítur vel út við fyrstu sýn og er undirritaður mjög spenntur að kynnast því betur á næstu dögum. Viðmótið er einfalt og þægilegt og hægt að fletta á milli hinna ýmsu mælaborða með því að gera “swipe”. Eins og við var að búast er hægt að skoða skýrslur fyrir alla prófíla, kalla upp öll mælaborð og skoða “goal alerts”. Það kom hinsvegar skemmtilega á óvart að það er einnig hægt að skoða “real-time analytics”.

Appið er frítt í Google Play versluninni (þarf Android 2.1 eða nýrra til að keyra).

Þetta voru þó ekki einu góðu fréttirnar síðasta föstudag því Google tilkynnti jafnframt útgáfu á “Mobile App Analytics”. Með því snilldar forriti er nú hægt að skoða tengja öpp við Google Analytics og skoða alla tölfræði á notkun ofan í kjölinn. En meira um það síðar!

Hér eru skjáskot af Google Analytics farsíma appinu:

Skildu eftir ummæli

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna