Twitter og Nielsen mæla umræður um sjónvarpsefni

Twitter og Nielsen eru víst að taka höndum saman til að mæla umræður um sjónvarpsefni. Þessi nýja mæling sem mun bera heitið “Nielsen Twitter TV Rating” mun líta dagsins ljós á seinni hluta næsta árs. Skilmálar þessa nýja samstarfs, sem er víst til margra ára eru ekki gefnir upp.

Twitter hefur unnið markvisst að því að styrkja tengsl sína við sjónvarp og fjölmiðla og er þessi samningur skýr merki um árangur af því starfi.

Hér er frétt um þetta á Newsy (video)
og hér er umfjöllun á Bloomberg

 

Skildu eftir ummæli

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna