Hvað er markaðssetning í leitarvélum?

 

Það er ósjaldan sem ég er beðinn um að útskýra hvað “markaðssetning í leitarvélum” þýði nákvæmlega, eða ölluheldur, hvað það feli í sér. Það er því löngu tímabært að setja saman örstutta grein sem útskýrir þetta á einfaldan máta.

Leitarvélamarkaðssetning

Markaðssetning í leitarvélum (stundum kallað leitarvélamarkaðssetning) er dregið af frasanum Search Engine Marketing (SEM) og er í raun regnhlífarhugtak sem nær annarsvegar yfir leitarvélabestun og hinsvegar yfir keyptan sýnileika (og umferð) í leitarvélum.

    • Markaðssetning í leitarvélum - SEM – Search Engine Marketing
      • Leitarvélabestun - SEO – Search Engine Optimizing
      • Kostaðar birtingar í leitarvélum – CPC/PPC – Paid search

Hugtakið nær því yfir tvær leiðir til að sækja umferð á heimasíðuna þína, önnur er keypt en hin er áunnin í gegnum leitarvélabestun. Þess ber þóa að geta að það er margir sem nota þetta hugtak eingöngu yfir keypta umferð.

Örstutt um muninn á þessum tveimur leiðum

Áunnin umferð með leitarvélabestun
Allar alvöru leitarvélar, s.s. Bing og Google, birta það sem köllum náttúrlegar niðurstöður. Það sem birtist þar,  birtist án greiðslu. Það er ekki þar með sagt að það kosti ekkert að birtast þar því eftir því sem samkeppni eykst þurfa fyrirtæki að fjárfesta auknu fé í leitarvélabestun til að auka líkurnar á því að þeirra síður séu í efstu sætum í þessum niðurstöðum. Þessvegna tölum við um að sú umferð sé áunnin.
(þess má geta að Skór.is vefurinn, sem birtist efstur á skýringarmyndinni var leitarvélabestaður af Netráðgjöf) 

Keyptar birtingar í leitarvélum
Flestar leitarvélar bjóða upp á keyptar birtingar, gjarnan kallaðar PPC eða CPC auglýsingar. Þessar skammstafanir eru dregnar af því hvernig kostnaður myndast en það er einungis greitt fyrir þessar birtingar ef það er smellt á þær – CPC=Cost Per Click, PPC= Paid Per Click

Einhverjar spurningar?

Notaðu formið hér að neðan – þá getum við svarað þannig að allir sjái.
Annars er líka velkomið að senda okkur línu eða  slá á þráðinn til okkar í síma 554 0045

Skildu eftir ummæli

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna