4 atriði sem eigendur vefsvæða þurfa að vita um leitarvélabestun

” Hey.. þekkið þið ekki einhvern hjá Google? Vefurinn minn þarf nefninlega að birtast efstur á Google í næstu viku!”

Eins undarlegt og það kann að hljóma þá fáum svið svona spurningar í hverri einustu viku. Skilingur og þekking á leitarvélabestun og markaðsetningu á netinu almennt er alltaf að aukast en sumt virðist þó ennþá vera á huldu. Hér eru því fjögur lykilatriði sem allir eigendur vefja þurfa að þekkja og skilja, sérstaklega þeir sem eru að setja nýjan vef í loftið.

1. Leitarvélabestun (SEO) er langtímaverkefni

Ef þig vantar þúsund manns inn á nýja vefinn þinn á morgun þá muntu verða fyrir miklum vonbrigðum með leitarvélabestun. Leitarvélabestun er langtímaverkefni sem vex og dafnar eftir því sem vikur og mánuðir líða. Það er alveg sama hve mikið þér liggur á, því það eru leitarvélarnar sem stjórna hraðanum á þessu ferli.

Það sem þú gerir í dag mun hugsanlega ekki hafa sjáanleg og mælanleg áhrif fyrr eftir eftir einhverja mánuði. Það mun hinsvegar vega þungt í framtíðinni og getur skilað þér miklu þegar fram í sækir.

Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að fæstir vilja bíða mánuðum saman eftir árangri og því að verkefnið skili fjárfestingunni til baka en ef þú vilt í alvörunni ná árangri með leitarvélabestun þá er þetta eitthvað sem þú verður að horfast í augu við.

Stutt dæmisaga – árangur af leitarvélabestun.
Sumarið 2011 hófum við  leitarvélabestun fyrir nýja netverslun. Mikil skilningur ríkti um að þetta væri langtímaverkefni. Núna, tæpum 18 mánuðum seinna hefur árangurinn svo sannarlega ekki látið standa á sér en hér fyrir neðan má sjá samanburð á sölutölum með árs millibili.

Salan fór úr nokkrum tugum í nokkur hundruð sölur á milli ára!

2. Notendur skipta miklu meira máli en leitarvélar!

Það er aldrei gott þegar maður finnur fyrir því að efni á vef er skrifað og uppsett fyrir leitarvélar en ekki fyrir þá sem koma til með að vafra um vefinn. Það hljómar kannski öfugsnúið að maður eigi ekki að skrifa fyrir leitarvélar en staðreyndin er hinsvegar sú að ef þúleggur þig fram um að búa til góða upplifun fyrir notendur munu leitarvélar verðlauna þig fyrir það.

Þeir sem fylgjast með fréttum af Google leitarvélinni vita að hún er í stöðugri þróun og alltaf að verða færari í að þekkja muninn á góðu efni sem er ætlað fyrir notendur og því efni sem ætlað til að hafa áhrif á leitarvélar. Það þarf varla að taka það fram að leitarvélarnar geta refsað þér fyrir að reyna að hafa bein áhrif á þær.

Þegar vefstjórar taka meira tillit til leitarvéla heldur en til notenda eru þeir komnir út á hálan ís. Það er líka einmitt þá sem menn fara að fjárfesta í vafasömum tækjum og tólum til að hafa áhrif á leitarvélarnar.

3. Leitarvélabestun snýst ekki um brellur eða trix

Leitarvélabestun virðist oft sveipuð mikilli dulúð og margir virðast halda að það séu einhver leyndarmál og brellur í þessum bransa.. sem er kolrangt. “Leyndarmálið” á bakvið árangur er einfaldlega vinna og þolinmæði.

Það er enginn Jói frændi hjá Google, töfratól eða brellur sem menn geta notað til að skjótast upp í efstu sætin hjá leitarvélunum. Ef einhver reynir að telja þér trú um annað skaltu ríghalda um veskið og ekki hleypa viðkomandi neinstaðar nærri vefnum þínum.

Leitarvélabestun er í raun ekki flókin fyrir þá sem hana kunna, en er hinsvegar langtímaverkefni eins og fyrr segir. Hér er hægt að sjá hvernig við vinnum leitarvélabestun.

4. Leitarvélabestun lýkur aldrei

Eitt það fyrsta sem flestir spyrja okkur er “og hve langan tíma tekur þetta svo?”. Réttasta svarið við þeirri spurningu er “alla ævi”. Það er að segja, leitarvélabestuninni lýkur raunverulega aldrei.

Í upphafi verkefnis er gerð leitarorðagreining sem er allt efni vefs er svo byggt á. Í kjölfarið fer svo fram svokölluð “bestun utan vefs – off site seo”. Þegar settum markmiðum hefur verið náð, t.d. eitt af efstu sætum Google má þó hinsvegar ekki hætta vinnunni því þá eru samkeppnisaðilar fljótir að skjóta manni ref fyrir rass.

Þegar upprunalegum markmiðum hefur verið náð eru einfaldlega sett ný markmið eða þau gömlu endurskilgreind og leitaorðagreining endurtekin til að tryggja að forsendur séu enn þær sömu. Síðan er gerð ný verkáætlun þar sem markmiðið er þá oftast að halda þeirri stöðu sem búið er að ná í leitarvélinni.

Skildu eftir ummæli

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna