Er lélegt Quality Score í AdWords að kosta þig peninga?

Það eru ekki allir sem átta sig á því hve mikilvægt það er að vera með hátt Quality Score á leitarorðum í Google AdWords herferðum. Staðreyndin er hinsvegar sú að lág einkunn þýðir að þú borgar meira fyrir smelli auk þess að það er erfiðara að fá gott pláss (meiri líkur á því að auglýsingin þín birtist fyrir neðan leitarniðurstöður).

Ert þú að borga of mikið fyrir þína smelli?

Hér er einföld skýringarmynd sem sýnir glögglega hvaða áhrif Quality Score hefur á verðið á smellum.

Þessi skýringarmynd sýnir glöggleg að það ætti að vera kappsmál hjá öllum sem halda utan um AdWords herferðir að ná Quality Scorinu (QS) upp í 7 eða hærra.

Það er mjög góð regla að telja þau leitarorð (Kw) sem eru fá sjö eða hærra og svo þau sem fá 6 eða lægra reglulega og halda utan um það með sjónrænum hætti (til dæmis með línuriti eða skífuriti). Þannig er auðvelt að sjá hvort QS sé að þróast í rétta eða ranga átt.

Þá er það bara spurningin hvernig þú nærð upp Quality Scorinu á þeim leitarorðum sem eru með 6 eða lægra.

Hér eru 6 atriði til að fá betra Quality Score

1. Byrjaðu á því að minna þig stöðugt á vandamálið með því að láta AdWords raða leitarorðum eftir Quality Scori. Þannig geturðu unnið þig upp listann frá þeim verstu sem eru að kosta þig mest.
Til að bæta Quality Score dálki við í AdWords:
Smelltu á Campaigns > Keywords > Columns > Customize > Atributes > Qual. score

2. Búðu til margar mjög fókuseraðar auglýsingagrúppur (Ad Groups) með nátengdum leitarorðum. Þær PPC herferðir sem hafa verið að skila mestum árangri hjá okkur innihalda margar auglýsingagrúppur þar sem hver og ein grúppa inniheldur mjög fá leitarorð og einungis tvær auglýsingar sem sem eru í stöðugri A/B prófun.

3. Þú þarft að læra að koma auga á hver vandinn er. Stundum er verið að bjóða of lágt til að birtast á fyrstu síðu, stundum eru tengslin milli leitarorðs og auglýsingatextans ekki skýr eða lendingarsíðan ekki nógu góð. Allt þetta og meira til getur haft áhrif á QS. Þú getur kallað upp Quality og séð hvaða lykilþættir eru að hafa áhrif með því að fara með músina yfir talblöðruna í status dálkinum.

4. Mundu að þetta snýst ekki bara um krónur og aura. Það er sjaldnast nóg að bjóða hærra til að laga Quality Score. Það getur líka verið röng ákvörðun að bjóða hærra þar sem það er ekki víst að dýrari umferð svari kostnaði. Stundum getur líka verið þess virði að sækja dýra umferð með álagi sé ekki hægt að hækka Quality Score af einhverjum ástæðum.

5. Ekki bara rýna í auglýsingar og leitarorð þar sem lendingarsíðan er ekki síður mikilvæg. Lendingarsíðan vegur þungt í þessari jöfnu og því mikilvægt að sú síða sem umferðin er send á sé góð. AdWords horfir þarna fyrst og fremst á “relevance”. Ef leitarorðið þitt er handlóð og auglýsingin fjallar um handlóð er mikilvægt að lendingarsíðan fjalli um handlóð en ekki um t.d. líkamsræktarvörur almennt.

6. Keyrðu reglulega út skýrslur sem sýna breytingar á Quality Score og þróun á smelluverði. Haltu vel utan um þessa tölfræði og gættu þess að hún sé að þróast í rétta átt.

Kíktu inn á AdWords reikninginn þinn í dag og kannaðu hver mörg leitarorð eru að kosta þig aukalega!

 

Skildu eftir ummæli

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna