Rómantík á súpufundi hjá Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisins

Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins voru með fjölmennan og skemmtilegan súpufund á Grand hótel fyrr í dag. Yfirskrift fundarins var “komum okkur enn betur á framfæri” en markaðssetning á netinu er auðvitað gríðarlega mikilvægur þáttur í árangri fyrirtækja í ferðaþjónustu.

Á dagskránni voru 4 fyrirlestrar en einn fyrirlesarinn forfallaðist því miður sem var þó happ fyrir okkar mann (Tryggva) sem fékk að tala helmingi lengur fyrir vikið. Hinir tveir fyrirlesararnir voru Sveinn Birkir Björnsson frá Íslandsstofu (kynnti visiticeland.com) og Einar Bárðarsson frá Höfuðborgarstofu (kynnti visitreykjavik.is).

Rómantík hjá Tryggva í tilefni af Valentínusardeginum

Verið að bregðast við snjallsímavæðingu

Það var mjög gaman að heyra að bæði VisitIceland.com og VisitReykjavik.is eru á leiðinni í andlitslyftingu og að ný hönnun muni taka mið af gríðarlegu aukningu á umferð frá snjallsímum og spjaldtölvum (responsive vefur). Okkur hefur fundist íslenski markaðurinn heldur seinn að taka við sér í þeirri gríðarlegu “mobile” þróun sem hefur átt sér stað. Fyrirtæki sem sækja sína viðskiptavini á erlenda markaði þurfa auðvitað að bregðast mun hraðar við en þeir sem starfa eingöngu á innanlandsmarkaði.

Viðburðadagatal fyrir alla

Einar minnti svo alla á viðburðadagatalið á Visit Reykjavik og ítrekaði að það er öllum velkomið að senda viðburði þangað inn. Ef þú ert með viðburð sem þú vilt fá birtan á vefnum þeirra geturðu gert það hér: Skrá viðburð

Netráðgjöf talaði um mælingar, pælingar, markmið og tilraunir

Okkar maður talaði svo um mikilvægi þess að nýta sér vel hve mikið er hægt að mæla á netinu og tók dæmi um hvernig fyrirtæki eru að nota mælanlegar tilraunir í markaðsstarfi á netinu til að auka árangur sinn og skila meiru í veskið.

Skildu eftir ummæli

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna