GRP punktar og Google search and display network

Við fáum mjög regluega fyrirspurnir frá markaðsstjórum, auglýsingastofum og birtingahúsum hvort og hvernig GRP punktar* séu reiknaðir út fyrir Google auglýsinganetið. Það er því full ástæða til að svara því stuttlega hér.

Styðsta svarið er: Google umhverfið býður ekki upp á GRP mælingar sem stendur en það er að breytast.

Nýjung í Google Ads umhverfinu: Active GRP

Google er að prufukeyra í Bandaríkjunum (limited release) nýjung sem kallast Active GRP. GRP upplýsingar eru þar aðgengilegar í gegnum DoubleClick for Advertisers (DFA)

Næsta skref hjá Google er að fá aðferðafræðina sem þeir notast við MRC vottaða* og samþykkta. Í beinu framhaldi munu þeir bjóða Active GRP í fleiri löndum á sem flestum platformum.

Við bíðum því bara spenntir eftir að GRP mælingar verða aðgengilegar fyrir okkur Íslendinga en þangað til reiðum við okkur á ýmsar aðrar aðferðir til að meta árangur af markaðsstarfi í netheimum.

*MRC: Media Rating Council – MRC audit and Accreditaion Process
*GRP: Gross rating point 

Skildu eftir ummæli

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna