Hvernig næ ég í ferðamenn?

Ferðamannaiðnaðurinn hér á landi er í miklum vexti. Sem dæmi má nefna varð 20% aukning á ferðamönnum í gegnum Leifsstöð árin 2012 og 2013. Fyrirtæki keppast við að ná athygli þessara ferðamanna en með misjöfnum árangri.

Við hjá Netráðgjöf fáum reglulega spurningarnar eins og…

Hvernig næ ég til ferðamanna?

Hvernig fæ ég hann til að bóka hjá mér en ekki samkeppnisaðilanum?

Fyrir nokkrum árum hefði ég svarað þessari spurning á þá leið að einfaldast væri að fara í kostaðar auglýsingar á Google (PPC) og að heimasíðan yrði leitarvélabestuð fyrir valin orð tengt vöru eða þjónustu viðkomandi fyrirtækis.

Ýmislegt hefur breyst á þessum tíma og margt sem þarf að hugsa á annan hátt. Auglýsingakerfi leitarvélanna byggir á uppboðsmarkaði. Það segir sig því sjálft að 139 bílaleigur (já, það eru 139 bílaleigur starfandi á Íslandi) geta ekki boðið í sömu 10-20 orðin án þess að verðið rjúki upp. Skýrt dæmi um framboð og eftirspurn.

Það þarf að ná ferðamanninum fyrr í ferlinu.

Fyrirtæki í ferðamannabransanum þurfa að vita hvað mögulegur gestur Íslands er að gera áður en hann slær inn í leitarvélina orð eins og hotel in iceland – car rental in iceland o.s.frv.

Skoðum þetta aðeins nánar….

Draumur

Ferðalag byrjar með draum, hugmynd eða þrá. Fólk skoðar myndir af fallegum stöðum, hefur jafnvel rekist á myndir af stað sem vinir á Facebook, Instagram eða Flick´r hafa póstað. Skoða kannski ferðablogg, fara á ferðatengdar síður á Pinterest og svo mætti lengi telja. Allt þetta hjálpar til við að byggja undir draumáfangastað ferðamannsins.

Gagnaöflun

Þegar áfangastaðurinn hefur verið ákveðinn fer ferðalangurinn að afla gagna um staðinn. „Google-ar“, skoðar myndbönd á Youtube, Vimeo eða álíka síðum. Kynnir sér staðarhætti, menningu og sögu landsins, hvaða afþreying sé í boði og hvernig hann kemst á milli staða. Skoðar síður eins og Tripadvisor til að forvitnast um upplifun annarra af landinu og spyr jafnvel vini og félaga um landið í gegnum Facebook eða Twitter. Samkvæmt könnun Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna sem gerð var 2012 „öfluðu þrír af hverjum fjórum vetrargesta sér upplýsingar um Ísland á netinu en það var jafnframt sá miðill sem langflestir höfðu tekið eftir auglýsingum eða almennri umfjöllun um Ísland“.

Bóka

Þegar ferðalangurinn hefur aflað sér upplýsinga er hann tilbúinn til að bóka. Hér er ferðalangurinn komin á stig 3 eins og ég vil kalla það. Nú er mjög mikilvægt að allt upplýsingaflæði og allar bókanir sem snúa að ferðalanginum sé eins auðveldar og hugsast getur. Það mætti í raun segja að ferðlagið sé þegar hafið og því mjög leiðinlegt og dýrt að missa ferðalanginn út af klaufalegum eða tæknilegum mistökum. Slík mistök má oftast nær rekja til vanrækslu eða að ekki hafi verið leitað til fagfólks með vefmálin í upphafi.

Upplifun

Hér er ferðalangurinn komin á áfangastað og gríðarlega mikilvægt að upplifun hans sé jákvæð, jú því rétt eins og í hans gangaöflun getur hann haft áhrif á gagnaöflun næsta ferðalangs. Hér skiptir öllu að fyrirtæki viti hver upplifun gesta er. Upplifunina er hægt að mæla á einfaldan hátt og þá er hægt að bregðast við ef þörf krefur.

Deila

Eins og margir vita eru ferðalangar duglegir við að deila myndum, myndbrotum á samfélagsmiðlum. Vinir ferðalangsins fylgjast og hrífast með og geta ákveðið í kjölfarið að fara í sömu ferð. Í nútíma samfélagi deilir fólk upplifun sinni og segir  jafnt frá því góða sem slæma. Fyrir fyrirtæki er mikilvægast að taka þátt í umræðuni sama hvort hún er slæm eða góð. Að stinga hausnum í sandinn og þykjast ekki heyra er í raun ekki í boði og gerir bara illt vera. Að taka þátt í samræðuni er jafn mikilvægt og að svara í síma. Hér er verið að hafa áhrif á draum, hugmynd eða þrá annara og svo koll af kolli

Að ofangreindu er ljóst að fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa að vera á tánum á netinu:

  1. 1. Heimasíðan – Hún er mikilvæg, einskonar heimasvæði og andlit fyrirtækisins. Heimasíðan kemur nánast við sögu á öllum stigum
  2. 2. Leitarvélar – Ljóst er að ef fyrirtæki finnst ekki á leitarvélum eru ekki miklar líkur að það verði á vegi ferðamannsins. Öll gögn sýna að gagnaöflun fer mest megnis fram í gegnum leitarvélar þó samfélagsmiðlar hafi einnig komið þar sterkir inn.
  3. 3. Efni og samfélagsmiðlar - Ef þú hefur ekkert að segja mun að öllum líkindum engin hlusta. Vertu fræðandi skemmtileg og traust efnisveita.
  4. 4. Þetta er ekki spretthlaup – Þetta er ekki átak sem er gert rétt áður en tímabilið hefst.
  5. 5. Hittu á viðskiptavinin á öllum stigum
  6. 6. Hugsaðu út fyrir boxið

Skildu eftir ummæli

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna