Námskeið í miklu úrvali

Hvernig námskeið hentar þér?

 Markaðssetning á netinu

Það ætti öllum að vera orðið ljóst að internetið er komið til að vera og verður sífellt sterkara og betra markaðstæki. Gallinn við internetið er hinsvegar sá að stöðug þróun og örar breytingar kalla á það að þú sért með puttann á púlsinum.

Það er því orðið erfiðara fyrir stjórnendur að þekkja bestu aðferðirnar jafnframt því sem það er orðið mun mikilvægara að þeir ætli sér að ná árangri í markaðssetiningu á netinu.

Smelltu hér til að skoða úrvalið: Markaðssetning á netinu

 Sölunámskeið

Aðalleiðbeinandi okkar á sölunámskeiðum er enginn annar en Tryggvi F Elínarson en hann hefur fyrir löngu skapað sér gott orðspor sem framúrskarandi leiðbeinandi. Margir þekkja einnig fyrirtækið hans, Gott val en það hefur nú sameinast Netráðgjöf.

Við bjóðum því upp á mikið og fjölbreytt úrval sölunámskeiða. Námskeiðin eru sérsniðin að starfseminni í þínu fyrirtæki til að tyggja að þínir starfsmenn nái hámarksárangri.

Smelltu hér til að skoða úrvalið: Sölunámskeið

Rekstur og arðsemi

Það þarf meira til en eingöngu öflugt söluteymi ætli fyrirtæki að ná á toppinn. Því bjóðum við upp án nokkur mikilvæg námskeið sem öll snúa að því að auka arðsemi og afsköst í rekstrinum.

Smelltu hér til að skoða úrvalið: Rekstur og arðsemi

Ýmis námskeið

Við bjóðum auk þess upp á ýmis námskeið sem ekki falla í flokkana hér að ofan en nánari upplýsingar um þau er að finna hér: Ýmis námskeið

Fyrirlestrar

Við tökum einnig að okkur að halda fyrirlestra, bæði stutta og langa, en 30 mínútna fyrirlestrarnir okkar hafa vakið gríðarlega lukku. Hvað er t.d. betra en að fá frískandi fyrirlestur í hádeginu?

Nánari upplýsingar um fyrirlestrana er að finna hér: Fyrirlestrar

 

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna