Áhugaverðir fyrirlestrar

Við bjóðum ekki bara upp á frábær námskeið því leiðbeinendurnir okkar eru jafnframt framúrskarandi fyrirlesarar. Hægt er að panta fyrirlestur um allt sem snýr að sölu og markaðssetningu á netinu auk fleiri áhugaverðra málaflokka.

Hér að neðan eu listi yfir nokkra vinsæla fyrirlestra en algengast er að fyrirtæki fá okkur til að koma og halda 20-30 mínútna erindi í hádegismatnum eða yfir morgunkaffinu.

Nánari upplýsingar um verð og lengd fyrirlestra:
Sími: 554 0045 eða á namskeid@netradgjof.is

Bættur vinnuandi

Það er vel þekkt að góður vinnuandi og afköst starfsmanna haldast í hendur. Það er ekki einungis undir atvinnurekendum og yfirmönnum komið að skapa rétt andrúmsloft því starfsmennirnir bera ábyrgð líka.

Á þessum skemmtilega og hvetjandi fyrirlestri er rétt hugarfar skoðað og hvernig jákvætt viðmót hefur áhrif á aðra sem og mann sjálfan. Kenndar eru nokkrar laufléttar æfingar og leiðir til að kalla fram brosið og bæta þar með vinnuandann. Einnig skoðum við stuttlega hinar 4 erkitýpur persónuleikafræðanna til að komast að því af hverju okkur líkar betur við suma heldur en aðra

Markmið fyrirlestursins er að auka skilning starfsmanna á því hve mikilvægt hlutverk þeir spila í því að vinnuandinn sé góður og fá þá til að bera ábyrgð á eigin viðhorfi og  jákvæðni/neikvæðni.

Tímaþjófar og aukin afköst

Allt of oft þá hleypur tíminn einfaldlega frá okkur og maður kemur engu í verk. Mikilvæg verkefni sitja á hakanum og klukkustundirnar í sólahringnum virðast ekki nógu margar.

Ef þú lærir að þekkja helstu tímaþjófana í þínu daglega ferli þá geturðu náð betri stjórn á þeim og skipulagt þá eða hreinlega útrýmt þeim. Þetta skilar sér í mun meiri afköstun, aukinni vellíðan auk þess sem forgangsröðun verður auðveldari.

Markmið fyrirlestursins er að kenna starfsmönnum að þekkja algengustu tímaþjófana og læra að vinna með þá. Sú þekking á að skila þeim auknum afköstum og meiri skilvirkni.

Hugarfar og árangur

Rétt hugarfar er lykillinn að auknum árangri. Á þessum fróðlega fyrirlestri eru skoðaðar helstu ástæður þess að sumir skara frekar fram úr og kannað hvaða áhrif hugarfar hefur þar. Þátttakendur læra að nota einfaldar leiðir og leiki til að móta og bæta eigið hugarfar og auka þar með árangur sinn í lífinu. Einnig skoðum við suttlega hvernig rétt hugafar getur aukið árangur í starfi og flýtt fyrir frama.

Markmið fyrirlestursins er að bæta hugafar þátttakenda og hvetja þá til að bera aukna ábyrgð á eigin árangri (eða skorti þar á).

Nánari upplýsingar um verð og lengd námskeiða í síma 554 0045 eða á namskeid@netradgjof.is

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna