Námskeið í markaðssetningu á netinu

Ef fyrirtæki ætlar að ná árangri með markaðssetningu á netinu er mjög mikilvægt að rétt þekking sé til staðar í fyrirtækinu, hvort sem fyrirtækið ætlar sér að vinna markaðsvinnuna innanhús eða úthýsa henni.

Það eru margar leiðir færar og áríðandi ER að stjórnendur þekki til þeirra flestra svo hægt sé að taka ákvarðanir um það hvaða leiðir henti best hverju sinni og hvað henti ímynd fyrirtækisins best.

Það er líka nauðsynlegt að stjórnendur geti greint samkeppni og samkeppnisaðstæður á netinu til að geta komið auga á tækifæri og mögulegar ógnanir á markaðnum.

Nánari upplýsingar um verð og lengd námskeiða:
Sími: 554 0045 eða á namskeid@netradgjof.is

Markaðssetning á netinu

Um er að ræða ítarlegt námskeið í markaðssetningu á netinu þar sem allir þættir eru skoðaðir gaumgæfilega. Lagt er upp með að þátttakendur öðlist góðan skilning á viðfangsefnum og séu fullfærir um að henda sér út í djúpu laugina að námskeiði loknu.

Námskeiðið er hugsað fyrir einstaklinga jafnt og fyrirtæki sem vilja skilja betur hugmyndafræði markaðsetningar á netinu.

Það sem farið er yfir á námskeiðinu er:

 • Uppbygging vefja
 • Markmiðasetning
 • Textaskrif á netinu
 • SEO – leitarvélar – Leitarvélabestun
 • SEM – auglýsingar á leitarvélum (Google AdWords)
 • PPC – Kostaðar auglýsingar
 • Leitarorðagreining
 • Netauglýsingar
 • Greiningartæki
 • Social media – mistök og möguleikar
 • Blog sem markaðstæki
 • Aðgengi
 • Að auka viðskipti í gegnum vefsetrið
 • Lendingarsíður
 • AB prófanir
 • Kaupferlið
 • Auglýsingaáætlun
 • Markpóstur – Email Marketing (Netklúbbar og fréttabréf)
 • Samfélagsmiðlar – Social media (Facebook Flickr, YouTube, Twitter, TripAdvisor, Foursquare o.fl.)
Hægt er að fá þetta námskeið í stuttri útgáfu en við mælum með lengri útgáfunni því hún skilar margfalt meiri verðmætum til þín. Báðum útgáfunum er þó skipt niður á fleiri en eitt skipti til gefa þátttakendum góðan tíma til að skilja og tileinka sér viðfangsefnin.
Nánari upplýsingar um lengd og verð í síma 554 0045 eða á namskeid@netradgjof.is

.

Fyrstu skrefin fyrir fyrirtæki á netinu

Þetta námskeið er ætlað þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í heimi internetsins.
Farið er yfir hvað það er sem þarf að hafa í huga áður en heimasíða er opnuð.

Það sem farið er yfir á námskeiðinu er:

 • Vefsíðan
  • Þarfagreining
  • Að fá verðtilboð
  • Hönnun
  • Vefsíðu kerfi
 • Umferðin
  • 101 markaðssetning á netinu
  • Markhópar
  • Samfélagsmiðlar
 • Takmarkið
  • Markmiðasetning
  • Analytics (Google analytics – Yahoo Index tools)
Þetta námskeið er þriggja klukkustunda langt.

Nánari upplýsingar um verð og lengd námskeiða í síma 554 0045 eða á namskeid@netradgjof.is

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna