Námskeið: Umsagnir ánægðra viðskiptavina

Ekki láta þér duga að hlusta á okkur mæra námskeiðin okkar

Hér að neðan eru nokkrar umsagnir sem viðskiptavinir Netráðgjafar og Góðs vals hafa látið falla í kjölfarið á námskeiðum. (Gott val og Netráðgjöf hafa nú sameinast undir nafni Netráðgjafar)

Yfirnáttúrulegir hæfileikar á sviði sölu og ræðumennsku

Gott val starfsfólkið hefur sem næst því yfirnáttúrulega hæfileika á sviði sölu- og ræðumennsku. Hópurinn okkar komst í 8-liða úrlsit í frumkvöðlakeppni Innovits þar sem úrslitin réðust á 7 mínútna kynningu. Við gerðum kynninguna í samstarfi við Gott val og við efumst ekki um áhrifin sem sú þjálfun hafði. Tryggvi í Góðu vali er sem vél sem dælir út úr sér smurðum texta á ógnarhraða. Gott val fær öll töffarastigin í bókinni minni.

Við náðum öðru sæti og átti Gott val sérstaklega stóran þátt í því, takk fyrir okkur.

Gunnar Hólmsteinn
Framkvæmdastjóri
CLARA
www.clara.is

Himinlifandi með sölunámskeið hjá Góðu vali

Ég var himinlifandi með sölunámskeiðið hjá Góðu vali. Við í ECCO búðinni á laugaveginum erum öll mjög ánægð með hvernig námskeiðið hefur hjálpað okkur í starfi.
Við fórum á mjög gott sölunámskeið hjá Góðu vali. Það sem við lærðum gerði starfsfólkið öruggara og ánægðara í starfi og skilaði sér strax í miklu betri sölu og þjónustu. Gott val á hrós skilið fyrir fræðandi, hnitmiðað og skemmtilegt námskeið.

Ég mæli hiklaust með Góðu vali og vil koma þakklæti mínu til þeirra fyrir mikla fagmennsku.

Kjartan Bragi Bjarnason
Verslunarstjóri
Ecco Laugavegi
www.ecco.com

Mikið og gott veganesti

Við hjá Mentis vorum mjög ánægð með sölunámskeiðið hjá Góðu vali. Á námskeiðinu er farið á mjög einfaldan og skemmtilegan hátt yfir það hvernig við getum gert söluferlið hjá okkur skilvirkara og markmiðadrifnara. Við lærðum heilmikið um hvað fólk er mismunandi í hugsun og hegðun og notum nú aðferðir sem gerir okkur kleift að ná til ólíkra hópa.
Það er ekki nokkur vafi að við erum hæfari í sölu eftir námskeiðið og skiljum enn betur en áður hversu mikilvægt það er að hafa þarfir viðskiptavina okkar að leiðarljósi. Við fengum mikið og gott veganesti hjá Góðu vali til að nota í söluverkefni hjá okkur og áhugi starfsfólks míns á sölumálum hefur aukist til muna.

Ragnheiður H. Magnúsdóttir
Framkvæmdastjóri
Mentis Software
www.mentis.is

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna