Námskeið sem bæta rekstur og arðsemi

Fyrirtæki eru sífellt að leita leiða til að bæta reksturinn og auka arðsemi sína. Við bjóðum upp á nokkur námskeið sem öll miða að því að bæta afkomu og gera reksturinn skilvirkari.

Nánari upplýsingar um verð og lengd námskeiða:
Sími: 554 0045 eða á namskeid@netradgjof.is

Tímastjórnun og bætt skilvirkni

Vissulega getur enginn stjórnað tímanum en auðvelt er að stjórna því hvernig maður notar hann. Það eitt að kunna að greina tímaþjófa og vinna með getur skilað þér tugum vinnustunda í hverjum mánuði sem annars hefðu tapast.

Skemmtilegt, gagnlegt og fróðlegt námskeið þar sem farið er í gegnum skilvirkar aðferðir til að ná betri tökum á vinnuferlum og frestunaráráttu.

Það sem farið er yfir á námskeiðinu er:

 • Forgangsröðun út frá hlutverki og starfslýsingu
 • Fókus, einbeiting og yfirsýn
 • Greining á ytri og innri tímaþjófum
 • Tól og tæki til skipulagningar
 • Betri stjórn á tölvupósti
 • Stundvísi og tímaskyn
 • Eftirlit og endurmat
 • Áráttuhegðun (s.s. frestunaráratta, fullkomnunaráratta)
 • Ábyrgð og ákvarðanataka – Listin að segja NEI
 • Verk- og valddreifing ásamt upplýsingaflæði

 

Hvernig á að setja saman teymi

Stundum nær maður að setja saman ótrúlegt draumateymi sem vinnur eins og vel smurð bílvél. En oftar en ekki lendir maður í því að eitthvað vantar uppá. Einhver í teyminu vinnur illa eða skilar ekki af sér, samskiptin ganga örðulega og hlutirnir ganga hægar fyrir sig en eðlilegt er.

Þú hlýtur því að spyrja þig; hver er ástæðan? Er til formúla til að setja saman vel heppnað í teymi í hvert skipti?

Svarið við seinni spurningunni er já, það er nær undantekningarlaust hægt að setja saman vel heppnað teymi. Ástæðan fyrir því að sum teymi ganga ekki upp er sú að það verða árekstrar milli persónuleika auk brotalama í einum af hinum 5 lykilþáttum góðs teymis.

Til að koma í veg fyrir slíka árekstra þarf að huga að því að sumir persónuleikar (týpur) henta mjög vel í sum verkefni/teymi en alls ekki í önnur. Það er því mikilvægt fyrir stjórnendur og verkefnastjóra að þekkja hinar 4 erkitýpur persónuleikafræðanna og kunna að vinna með þær.

Einnig er mikilvægt að þekkja og skilja hina 5 lykilþætti sem þurfa að vera í lagi svo teymið virki sem best

Það sem farið er yfir á námskeiðinu er:

 • 5 lykilþættir teymis
  • Traust og skortur á trausti
   • Uppbygging á trausti
   • Styrkleikar og veikleikar í teyminu
  • Ótti við árekstra og ágreining
   • 6 hugsandi hattar DeBonos
   • Persónuleikafræði og félagslegt hlutverk þátttakenda
  • Skortur á skuldbindingu
   • Ólík sýn á stefnu og verkefni
   • Mælikvarðar og markmið
   • Ábyrgðaraðilar skuldbindinga
  • Skortur á ábyrgð og áreiðanleika
   • Skilgreining verkefnis og verkþátta
   • Betri leiðir til ákvarðanatöku
  • Árangur
   • Markmið og skilgreining markmiða
   • Mikilvægi mílusteina/áfanga
 • Menning í teymum
 • Eftirfylgni og endurmat verkefnis og teymis

 

Skilvirkari og betri fundir

Í nútíma vinnuumhverfi er miklum tíma sóað í fundi sem því miður skila of oft of litlu. Ástæðurnar fyrir þessum slöku fundum geta verið fjölmargar, s.s. lélegur undirbúningur, illa skilgreind markmið eða tilgangur, léleg stjórnun og svo framvegis.

Þetta er þó einfalt að laga búi menn yfir réttri þekkingu en á þessu stórskemmtilega námskeiði skoðum við meðal annars “hundleiðinlega fundinn”, “algjörlega óþarfa fundinn” og síðast en ekki síst “fundinn með vitlausta liðinu í hinni deildinni”

Á námskeiðinu eru þátttakendur leiddir í gegnum ýmis ráð til að laga fundi sem ekki eru að virka en jafnframt sýndar ýmsar leiðir til að haga fundum þannig að þeir séu bæði skemmtilegir og gagnlegir.

 

Hugarfar og árangur

Rétt hugarfar er lykillinn að auknum árangri. Á námskeiðinu köfum við ofan í kjölinná því hvers vegna sumir ná mun meiri árangri en aðrir og hlutverk rétts hugarfars í þeirri formúlu. Þátttakendur læra jafnframt að nota einföld ráð og leiki til að móta og bæta eigið hugarfar. Þá er einnig farið yfir það hvaða áhrif hugafar hefur á starfsferil og hvernig megi flýta fyrir frama með réttu hugarfari.

Markmið námskeiðisins er að fá þátttakendur til að skilja mikilvægi hugarfars í daglegu amstri og kenna þeim að stjórna betur eigin hugarfari og bera ábyrgð á hugsunum og viðmóti.

 

Verðmyndun vöru

Það er ekki auðvelt fyrir ný fyrirtæki að verðleggja vörur sína, sérstaklega ekki þau fyrirtæki sem selja þjónustu þar sem kostnaður er ekki eins áþreifanlegur.

Á þessu námskeiði læra þátttakendur að reikna út og meta hina ýmsu kostnaðarliði sem hafa áhrif á verð vöru auk þess sem skoðaðir eru ýmsir óljósari virðisþættir s.s. ímynd vörumerkis, gæði, útlit, verðskyn neytenda á sambærilegar vörur og fleira í þeim dúr.

Markmið námskeiðisins er að þátttakendur eigi auðvelt með að verðleggja vöru rétt, þannig að hámarksarðsemi sé náð út frá kostnaði, samkeppni og sýndarvirði vörunnar.

 

Nánari upplýsingar um verð og lengd námskeiða í síma 554 0045 eða á namskeid@netradgjof.is

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna