Sölunámskeið sem henta öllum

Sölunámskeið sem skila árangri

Sölunámskeiðin okkar eru gríðarlega vinsæl enda aðalleiðbeinandinn okkar vel þekktur sem einn öflugasti söluleiðbeinandi landsins.

Þegar þú pantar sölunámskeið hjá okkur þá sérsníðum við innihaldið svo það henti þínu starfsfólki sem best. Það felur m.a. í sér að dæmi á námskeiðinu fjalla um þínar vörur og þjónustu. Þetta er gert svo starfsmenn þurfi síður að túlka efnið og heimfæra það.

Hér að neðan er listi yfir þau helstu sölunámskeið sem við bjóðum upp á en auk þess erum við alltaf til í að setja saman sérstakt námskeið eða námskeiðspakka sem hantar þínum þörfum betur.

Einnig getum við þarfa- og þekkingargreint starfsfólkið og hannað innihald námskeiða út frá niðurstöðunum.

Hafðu samband við okkur í síma 554 0045 eða sendu okkur póst á namskeid@netradgjof.is

Sölunámskeið – yfirlit

# 6 þrepa sala (mjög vinsælt)
# Gususala (frábært í jólaösinni)
# Árangursríkari söluaðferðir
# Uppsetning söluferla
# Sölustjórnun frá A-Ö
# Áhrifaríkari sölukynningar 
(mjög vinsælt)
# Selt í síma
# Selt yfir internetið
# Samskiptahæfni og líkamstjáning 
(mjög vinsælt, flokkað undir ýmis námskeið)


Sölunámskeið: 6 þrepa sala

6 þrepa sölunámskeiðin okkar eru hönnuð til að auðvelda söluferlið, bæta þjónustustigið og hækka mögulega veltu á hvern viðskiptavin. Þegar notast er við þrep af þessu tagi veit sölumaðurinn alltaf hvar hann er staddur í undirbúnings- og söluferlinu, hvað hann á að gera næst og hvernig.

Kannanir okkar hafa sýnt fram á aukningu hjá öllum þeim viðskiptavinum okkar sem hafa innleitt 6 þrepa söluferla.

★ 6 þrepa sala í verslun: Hér hefur 6 þrepa söluferlið verið sett upp fyrir hefðbundnar smávöruverslanir s.s. fatabúðir, raftækjavöruverslanir, húsgagnaverslanir, gjafavöruverslanir o.s.frv.  Á þessu námskeiði er markmiðið að hækka þjónustustig og breyta afgreiðslufólki í sölumenn. Meðal þess sem farið er yfir er:

 • umgengni og undirbúningur
 • hvað má og hvað má ekki inni í verslun
 • hvernig má fá kúnnan til að skoða 3x lengur
 • lestur kaupmerkja
 • spurningatækni
 • virk og áhrifarík hlutun
 • þarfagreining viðskiptavina
 • virðisaukandi samræður (auðveldar sölu á dýrum varningi)
 • auðveldari viðbótarsala á aukahlutum/tengdum vörum
 • lokunartækni
 • og fleira

★ 6 þrepa sala til einstaklinga: Hér er 6 þrepa söluferlið notað til að auðvelda sölu til einstaklinga. Þessi útgáfa hentar mjög vel fyrir t.d. bílasölur, tryggingasölur, fasteignasölur o.s.frv. Markmiðið með námskeiðinu er að hækka þjónustustig, auka/bæta þarfagreiningu á viðskiptavinum, gera söluferlið skilvirkara og fjölga sölunum (þ.e. auka sölu/heimsókna hlutfallið). Meðal þess sem farið er yfir er:

 • réttur undirbúningur
 • hvað má og hvað má ekki
 • líkamstjáning
 • lestur kaupmerkja
 • virk og áhrifarík hlustun
 • spurningatækni
 • þarfagreining viðskiptavina
 • virðisaukandi samræður (auðveldar sölu á dýrum varningi)
 • auðveldari viðbótarsala á aukahlutum/tengdum vörum
 • lokunartækni
 • eftirfylgni
 • og fleira

★ 6 þrepa sala til fyrirtækja: Hérna er búið að setja upp ferlið þar sem sala fer fram frá fyrirtæki til fyrirtækis. Þetta námskeið hentar því sérlega vel fyrir t.d. heildsölur.  Markmið námskeiðisins er að hækka þjónustustig, bæta þarfagreiningu, auka eftirfylgni, gera söluferið skilvirkara, fjölga sölum (þ.e. auka sölu/heimsókna hlutfallið) og fá hvern viðskiptavin til að versla meira í hvert skipti. Meðal þess sem farið er yfir er:

 • réttur undirbúningur
 • persónuleikafræði
 • líkamstjáning
 • lestur kaupmerkja
 • virk og áhrifarík hlustun
 • spurningatækni
 • þarfagreining viðskiptavina
 • virðisaukandi samræður (auðveldar sölu á dýrum varningi)
 • símasölutækni
 • lokunartækni
 • eftirfylgni
 • og fleira
Hringdu í síma 554 0045 eða sendu okkur tölvupóst og fáðu nánari upplýsingar

Sölunámskeið: Gususala

Hver kannast ekki við það verslunin skyndilega fyllist af viðskiptavinum og það auðvitað þegar flestir eru í kaffi. Hvað er þá til ráða? Hvernig er best að tækla fjöldann þannig að allir fái þjónustu, enginn verði pirraður og salan sé í hæstu hæðum.

Markmið námskeiðisins er að auðvelda starfsfólki að bregðast rétt við þegar fjöldi viðskiptavina inni í verslun eykst skyndilega. Kenna þeim leiðir til að afgreiða og selja hraðar og sinna fleiri kúnnum samtímis. Meðal þess sem farið er yfir er:

 • réttur undirbúningur
 • svæðaskipting verslana
 • hvernig kúnnar eru settir í ósýnilega biðröð
 • hraðsala
 • unnið með streitu
 • hugarfar
 • og fleira

Hringdu í síma 554 0045 eða sendu okkur tölvupóst og fáðu nánari upplýsingar


Sölunámskeið: Árangursríkari söluaðferðir

“Sölumennska” er þreytt og úrelt hugtak enda flestir ef ekki allir orðnir þreyttir á ýtna sölumanninum sem ætlar að selja manni allt það stærsta og besta og meira til á besta dílnum.

Ýtni og útsmognar aðferðir til að loka sölu eru óheiðarleg vinnubrögð sem Gott val vill að heyri sögunni til. Enda er það staðreynd að fólk í dag vill ekki láta selja sér þrátt fyrir að það sé tilbúið að kaupa.

Á þessu námskeiði er kafað ofan í sálfræðina á bakvið kauphegðun viðskiptavina í bland við persónuleikafræði og skoðað hvernig við getum leitt viðskiptavinin á fagmannlegri hátt í gegnum söluferlið. Meðal þess sem farið er yfir er:

 • kauphegðun og kaupmynstur
 • persónuleikafræði
 • líkamstjáning
 • þarfagreining
 • spurningatækni
 • virk hlustun
 • kaupmerkjagreining
 • lokunartækni án þrýstings
 • og fleira

Hringdu í síma 554 0045 eða sendu okkur tölvupóst og fáðu nánari upplýsingar


Sölunámskeið: Uppsetning og skilgreining söluferla

Óskýrir og illa skilgreindir söluferlar eru að kosta fyrirtæki stórfé. Með því að fara ítarlega yfir það hvernig best sé að setja upp og skilgreina söluferla er ekki bara hægt að auka söluna heldur batnar þjónustan að sama skapi

Á þessu námskeiði eru skoðaðir allir helstu lykilþættir í árangursríkum söluferlum. Einnig er farið er yfir skipulag söluteyma og skoðað hvaða hlutverk eru til staðar ólíkum þáttum söluferla. Meðal þess sem farið er yfir er:

 • uppsetning/skráning  á söluferlum
 • þjálfun sölufólks og -teyma
 • skipulag sölufólks og -teyma
 • markvissar mælingar og endurmat
 • ytri og innri tímaþættir
 • samspil markaðsstarfs
 • söluhandrit
 • hlutverk sölustjóra
 • og fleira

Hringdu í síma 554 0045 eða sendu okkur tölvupóst og fáðu nánari upplýsingar


Sölunámskeið: Sölustjórnun frá A-Ö

Það fátt eins mikilvægt og góður sölustjóri. Staðreyndin er sú að slakur sölustjóri getur auðveldlega dregið máttinn úr mjög góðu söluteymi á meðan frábær sölustjóri breytir slöku söluteymi í algjörar stjörnur.

Góður sölustjóri er hjartað sem dælir blóðinu í sölufólkið sitt. Hann setur skýr markmið, drífur fólk áfram á jákvæðan máta, leiðbeinir og aðstoðar hvern og einn til að hámarka árangur og umbunar fyrir vel unnin störf. Meðal þess sem farið er yfir er:

 • sölukerfi og söluferlar
 • persónuleikafræði
 • umbunar- og árangurskerfi
 • þjálfun sölufólks og -teyma
 • skipulag sölufólks og -teyma
 • þjálfunarteningurinn (coaching diamond)
 • söluhandrit
 • markvissar mælingar og endurmat
 • og fleira

Hringdu í síma 554 0045 eða sendu okkur tölvupóst og fáðu nánari upplýsingar


Sölunámskeið: Áhrifaríkari sölukynningar

Góð sölukynning sem hefur verið aðlöguð að þörfum tilvonandi viðskiptavinar getur verið gróðarlega öflugt sölutæki. Sé hún hinsvegar nýtt á rangan hátt getur hún dregið allan mátt úr þeir sem er að kynna og spillt sölunni.

Það er lykilatriði að sölufólk og söluteymi notist ekki við staðlaðar kynningar heldur aðlagi hverja kynningu að tilvonandi viðskiptavini til að undirstrika þarfir hans. Auk þess þarf kynningin að taka mið af markaðs- og samkeppnisaðstæðum hverju sinni. Það er líka mikilvægt að sá sem framkvæmir söluna sé hinn sami og hannar/undirbýr kynninguna.  Þessir þættir tryggja eðlilegra og betra flæði í söluferlinu og hámarka líkurnar á að sala náist.

Meðal þess sem farið er yfir á þessu námskeiði er:

 • hönnun og uppbygging sölukynninga
 • undirbúningur og efnistök
 • rétt notkun hjálpargagna (sýnishorn o.fl.)
 • rétt meðferð hjálpartækja (s.s. PowerPoint)
 • framkoma og málfar
 • líkamstjáning
 • og fleira

Hringdu í síma 554 0045 eða sendu okkur tölvupóst og fáðu nánari upplýsingar


Sölunámskeið: Símasala

Sé starfsfólk þjálfað á réttan hátt, það látið fá gott handrit í hendurnar og því fylgt eftir með góðum stuðningi mun árangurinn ekki láta á sér standa. Salan mun margfaldast, gæði á hverri sölu munu aukast og viðskiptavinir verða ánægðari. Meðal þess sem farið er yfir er:

 • samskiptatækni
 • raddbeiting
 • mikilvægi réttrar líkamstöðu
 • þarfagreining
 • viðmót og hugarfar
 • spurningatækni
 • lokunartækni
 • og fleira

Hringdu í síma 554 0045 eða sendu okkur tölvupóst og fáðu nánari upplýsingar


Sölunámskeið: Selt yfir internetið

Margir virðast halda að það sé nóg að setja upp netverslun og þá muni hreinlega allt gerast að sjálfu sér. Þetta er mikill misskilningur því það er að mörgu að huga ætlir þú þér að ná árangri í sölu á internetinu.

Góður árangur í sölu á netinu kemur til af mörgum samverkandi þáttum en á þessu stutta og skemmtilega námskeiði verður farið yfir þá alla. Meðal þess sem við munum skoða er:

 • réttur undirbúningur
 • markaðs- og samkeppnisgreining
 • vef- og viðmótshönnun
 • dæmi um vel heppnaða söluferla
 • val á netsölukerfum (bakendum)
 • lendingarsíður
 • markaðssetning á netinu
 • mikilvægi trausts
 • drifkraftar (call to action)
 • og fleira

Hringdu í síma 554 0045 eða sendu okkur tölvupóst og fáðu nánari upplýsingar


© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna