Ýmis námskeið

Auk hinna fjölmörgu námskeiða sem snúa að rekstri, sölu- og markaðsmálum þá bjóðum við upp á ýmis annarskonar námskeið.

Námskeiðin hér að neðan eru einungis brot af þeim fjölda sem leiðbeinendurnir okkar eiga í pokahorninu sínu. Ef þú hefur ekki fundið námskeiðið sem þú ert að leita að á vefnum okkar hafðu þá samband til að kanna hvort við getum ekki bætt úr því.

Nánari upplýsingar um verð og lengd námskeiða:
Sími: 554 0045 eða á namskeid@netradgjof.is

.

.

.

Samskiptahæfni og líkamstjáning

Í þúsundir ára hefur mannkynið notað samræðulistina til að ná saman, kasta á milli sín hugmyndun, þróa sambönd, styrkja vinabönd og þar fram eftir götunum. Góð samskiptatækni hefur áhrif á andrúmsloft vinnustaða, líðan þeirra sem vinna náið saman, mótar kúltúr í fyrirtækjum og síðast en ekki síst hefur samskiptatækni áhrif á fjármál fyrirtækja.

Daglega stöndum við frammi fyrir aðstæðum sem geta versnað eða batnað allt eftir því hvernig við höldum á spilunum. Skýr, markviss og góð samskiptatækni ýtir undir heiðarleika og opið umhverfi,  styður jákvæða framþróun verkefna og starfsferla og bætir samstarfsvilja. Slæm samkiptatækni getur á hinn boginn rifið niður “móralinn” á vinnustöðum, eykur líkur á mistökum og misskilningi auk þess sem dýrmæt þekking vill gjarnan tapast úr fyrirtækinu.

Á námskeiðinu er meðal annars að finna:

 • gagnlegir ísbrjótar
 • máttur sannfæringar
 • virk hlustun
 • líkamstjáning
 • skammir og tiltal
 • perónuleikarfræði
Hringdu í síma 554 0045 eða sendu okkur tölvupóst og fáðu nánari upplýsingar

Ræðunámskeið

Það er algengur misskilningur að flinkir pennar séu sjálfkrafa flinkir ræðumenn. Ritlist og ræðutækni er tvennt mjög ólíkt. Þegar þú stendur upp og hefur mál þitt spilar mun meira en innihald inn í áhrifamátt orða þinna. Fólk horfir á þig og metur líkamstjáninguna, það fylgist með hreyfingum handa þinna, hlustar á það hvernig þú beitir röddinni og það er ekki sjálfgefið að þér takist að halda athygli allra í salnum. Ræðan þarf einnig að vera rétt uppbyggð þannig að innihaldið skili sér á réttan og áhrifaríkan máta.

Á námskeiðinu er meðal annars að finna:

 • undirbúningur og uppbygging ræðu
 • innihald og efnistök góðrar ræðu
 • rödd sannfæringarinnar og rétt framkoma
 • tekist á við streituna
 • heilræði, boð og bönn
 • verklegar æfingar
Hringdu í síma 554 0045 eða sendu okkur tölvupóst og fáðu nánari upplýsingar

Ferilskrá sem segir sex

Eins og atvinnuástandið er í dag er ljóst að tugir og jafnvel hundruðir eru oft að sækja um sama starfið. Það skiptir því gríðarlega miklu máli að feriskráin sé þannig úr garði gerð að hún standist ítrustu kröfur um uppsetningu og innihald.

Það kann þó ekki að duga til og því gott að kunna nokkur góð ráð sem ferilskrána þína eftirminnilegri og líklegri til að skila þér viðtali.

Á námskeiðinu er meðal annars að finna:

 • rétt uppsetning á ferilskrá
 • útlit og litir
 • val á innihaldi
 • kraftmikil kynningarbréf
 • og fleira
Hringdu í síma 554 0045 eða sendu okkur tölvupóst og fáðu nánari upplýsingar

Að slá í gegn í atvinnuviðtali

Öll viljum við auðvitað slá í gegn þegar við mætum í atvinnuviðtal en ekki hafa allir efni sem erindi.

Hægt er að ná mun meiri árangri og koma betur fyrir ef hafðar eru huga nokkrar grundvallarreglur ásamt því að beita réttri samskiptatækni. Réttur undirbúningur fyrir hvert viðtal getur skipt sköpum og því nauðsynlegt fyrir umsækjendur að vita hvað á að gera.

Á námskeiðinu er meðal annars að finna:

 • undirbúningur fyrir atvinnuviðtal
 • viðeigandi klæðnaður
 • hvaða gögn á að hafa meðferðis
 • spurningatækni
 • unnið með streitu
 • líkamstjáning
 • og fleira

Hringdu í síma 554 0045 eða sendu okkur tölvupóst og fáðu nánari upplýsingar


© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna