Slangurorðabókin

“Hver er munurinn á PPC, PPV og PPM?”

Við fáum reglulega spurningar um hinar og þessar skammstafanir og ýmislegt internetslangur. Við ákváðum því að setja hér upp allar helstu skammstafanir og slangur og útskýra í stuttu máli. Ef þér finnst eitthvað vanta í listann þá endilega sendu okkur línu á radgjof@netradgjof.is

Slanguroðabók Netráðgjafar

B2B – Business to business
Fyrirtæki selur vörur sínar og/eða þjónustu til annarra fyrirtækja

B2C – Business to consumer
Fyrirtæki selur vörur sínar og/eða þjónustu til neytenda

CPA – Cost per action
Sá kostnaður sem fellur til þegar notandinn gerir það sem til er ætlast. T.d. lætur af hendi netfang, fyllir út könnun, o.s.frv.

CPC – Cost per click
Sá kosntnaður sem fellur til þegar notandinn smellir (yfirleitt notað um auglýsingar, þ.e. hvað það kostar þig þegar notandinn smellir á auglýsinguna þína)

CPS – Cost per sale
Sá kostnaður sem fellur til þegar sala á sér stað. Yfirleitt notað í tengslum við umboðslaun, Dæmi: Ég sendi fullt af netumferð á vefinn þinn en fæ ekkert borgað fyrr en sala á sér stað. En CPS vísar þó alltaf til heildarkostnaðar sem fellur til við söluna á meðan PPS (sjá neðar í listnum) á einungis við um umboðslaun.

CTR – Click through rate
Hlutfall þeirra sem smella. Þ.e. af öllum þeim sem koma inn á síðu, hve hátt hlutfall smellir á hlekkinn, auglýsinguna, o.s.frv.

DH – Direct hit
Þeir sem komu beint á áfangastað. Þ.e. komu inn á vefsíðu án þess að koma í gegnum auglýsingu eða hlekk.

IM – Internet Marketing
Skammstöfun fyrir markaðssetninu á netinu.

MMO – Make Money Online
Tekjur á Internetinu. Mikið notað í tengslum við umboðssölu og hinar ýmsu leiðir, tæki og tól til að skapa sér tekjur á netinu.

PFI – Pay for inclusion
Á árum áður þá fóru fjölmargar leitarvélar, s.s. AltaVista og LookSmart, fram á greiðslu fyrir skráningu í gagnagrunna sína. Í dag þarf ekki að greiða fyrir skráningu í leitarvélar en það eru enn þó nokkrir gagnabankar og skráarsvæði sem fara fram í slíkt.

PFP – Pay for performance
Sá kostnaður sem þú greiðir fyrir fyrirfram skilgreindan árangur í samningi. Sé skilgreindum árangri náð, þá borgar þú PFP upphæðina sem um var samið.

PPC – Pay per click
Notað um auglýsingar á netinu en hér er verið að vísa í hver kostnaður er fyrir hvern smell.

PPL – Pay per lead
Hvað viltu borga fyrir hvern mögulegan viðskiptavin. Hér átt við hvað þú borgar fyrir t.d. nafn ásamt netfangi inn á póstlistann þinn eða t.d. að fá nafn og síma til úthringingar.

PPM – Pay per thousand
Hér er verið að tala um birtingarfjölda, s.s. hvað þú vilt borga fyrir hverjar 1.000 birtingar á auglýsingu.

PPS – Pay per sale
Hér er átt  við þá upphæð sem þú ert tilbúinn að greiða (í umboðslaun) fyrir hverja sölu sem á sér stað.

PPV – Pay per view
Hér er vísað í hvað þú borgar pr. birtingu á auglýsingu (í stað þess að borga fyrir t.d. smelli)

PV – Page view
Birting síðu. Gjarnan notað þegar verið er að ræða um heimsóknir á vefinn þinn, þ.e. hver margar síður hver notandi skoðar á vefnum þínum.

RON – Run of network
Notað í tengslum við kaup á auglýsingum og er átt við að auglýsingin þín gæti birst á hvaða vef og undirsíðum sem er innan viðkomandi kerfis (mörg vefsvæði).

ROS – Run of site
Notað í tengslum við kaup á auglýsingum og er átt við að auglýsingin þín gæti birst á hvaða undirsíðu sem er á viðkomandi vef.

SEM – Search Engine Marketing
Markaðssetning í gegnum leitarvélar s.s. Google, Bing og Yahoo

SEO – Search Engine Optimization
Leitarvélabestun. Sú vinna sem hjálpar vefnum þínum (og einstökum síðum hans) að birtast ofar í niðurstöðum leitarvéla.

SEP – Search Engine Postitioning
Staðsetning í leitarvélum. Notað þegar verið er að ræða hvar vefurinn þinn (og tilteknar síður á honum) birtast í niðurstöðum leitarvéla.

SMM – Social Media Marketing
Markaðssetning á samfélagsmiðlum, s.s. Facebook, Twitter, YouTube ofl.

UV – Unique visitor
Hér er verið að vísa í hvern einstakan notenda sem heimsækir vef eða síðu.

Finnst þér eitthvað vanta listann?

Sendu okkur þá endilega línu á radgjof@netradgjof.is

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna