Auglýsingaborðar gætu margfaldað veltuna!

Vel hugsaðar, rétt staðsettar auglýsingar á netinu geta skilað þér gríðarlegum árangri. En það er líka auðvelt að tapa fjármunum sé rangt staðið að málum.

Vinsældir vefborða eru sífellt að aukast enda góð til að ná til mikils fjölda án mikillar fyrirhafnar. Að ná góðum árangri er hinsvegar ekki eins auðvelt og margir halda.

Ef þú vilt alvöru árangur með vefborðum getum við aðstoðað, sláðu á þráðinn til okkar í síma 554 0045 eða sendu okkur póst á radgjof@netradgjof.is

Hér að neðan eru svo nokkur góð ráð sem vert er að hafa í huga þegar vefborðar eru annars vegar.

Vefborðar – 5 lykilþættir sem þurfa að vera í lagi!

Til að vefborðar skili tilætluðum árangri þá þurfa nokkrir þættir að vera í lagi. Hægt er að skipta þessum þáttum í 5 lykilþætti en þeir eru:

 1. Tilgangur og markmið borðans
 2. Hönnunin á vefborðanum
 3. Val á miðli og staðsetningu
 4. Lendingarsíðan
 5. Vefmælingar og A/B prófanir

Þessa 4 þætti má svo brjóta niður í smærri einingar sem þurfa að vera í lagi

1. Tilgangur og markmið borðans

Áður en vefborði og lendingarsíða eru hönnuð þarf tilgangurinn að liggja fyrir. Hann gæti til dæmis verið að selja ákveðna vöru, safna netföngum á póstlista, kynna nýjan vef, auka sýnileika og vörumerkjavitund og svo framvegis. Eftir því sem tilgangurinn er skýrari (og þrengri) þá næst alla jafna meiri árangur.

Þegar tilgangurinn er skýr þá er hægt setja upp mælikvarða og markmið. T.d. hve mörgum sölum á að ná, hve mörgum netföngum, hve mörgum heimsóknum á vefsíðuna og svo framvegis. Vel skilgreind, mælanleg markmið auðvelda þér líka að bera saman mismunandi vefborðaherferðir.

2. Hönnunin á vefborðanum

Hönnunin gríðarlega mikilvægt atriði og að mörgu að huga. Ekki er nóg að hugsa um að koma vöru/vörumerki á framfæri heldur þarf að hafa í huga kauphegðun og hegðunarmynstur neytenda á netinu. Hér eru nokkur atriði sem er gott að hafa í huga við hönnunina:

 • Hannaðu vefborðann með þinn markhóp í huga, ekki hafa hann of almennan
 • Varan á að vera áberandi á öllum römmum auglýsingarinnar
 • Hver einstakur rammi verður að geta staðið stakur
 • Ekki láta skilaboðin koma í ljós í lokin, mælingar sýna að það skilar litlum árangri
 • Hafðu skilaboðin eins einföld og hægt er
 • Best er að hafa bæði mynd af vörunni og manneskju
 • Notendur þurfa að skilja auglýsinguna án fyrirhafnar
 • Ekki reyna á þolrif þeirra sem heimsækja miðilinn sem auglýst er á
 • Stærð og lögun auglýsingar skiptir miklu máli (auk staðsetningar)
 • Nýttu þér þá möguleika sem netið býður uppá
 • Auglýsingar á netinu eiga að vera í fullu samræmi við auglýsingar í öðrum miðlum

3. Val á miðli og staðsetningu

Ekki velja þér miðil án markaðsgreiningar. Það er mikilvægt að þú vitir hverjir þínir kúnnar eru og á hvaða miðli þeir halda sig. Þegar miðill hefur verið valinn má svo rýna enn dýpra og skoða hvar á viðkomandi miðli þínir viðskiptavinir halda sig. Ef þú ert með mjög breiðan hóp viðskiptavina getur verið skynsamlegt að einbeita sér að minni hópum í einu. Það auðveldar ekki bara val á miðli og staðsetningu út frá efnistökum heldur gerir það hönnunina á vefborðanum líka auðveldari.

Staðsetning og stærð borðans á síðunni skiptir líka miklu máli. Sumar staðsetningar skila einfaldlega mun meiri árangri en aðrar. Stærri auglýsing er t.d. ekki alltaf best því minni, betur staðsett auglýsing gæti skilað mun meiru.

4. Lendingarsíðan

Það er afskaplega sorglegt að sjá hve margir auglýsendur gleyma algjörlega að huga að þessum hluta. Vefborðinn skapar ákveðnar væntingar sem þarf að uppfylla þegar á hann er smellt. Auk þess þarf lendingarsíðan að vera hönnuð/bestuð þannig að hún skili tilætluðum árangri.

Hér er smá dæmi um illa hugsaða lendingarsíðu sem við sáum fyrr í sumar:
Stór matvöruverslanakeðja var með glæsilegan vefborða á frábærum stað á fréttamiðli. Á borðanum var mjög girnileg mynd af grillsteikum á glóandi grilli og texti sem varð til þess að maður fékk í munninn. Við áttum von á því að þegar smellt væri á borðann myndi mæta okkur eitthvað grilltengt, t.d. úrval af steikum, sósum, meðlæti eða jafnvel tilboð á grillum. Hinsvegar sendi borðinn okkur einfaldlega beint á forsíðu hjá viðkomandi verslun og ekki hægt að finna neitt grilltengt á vefnum þeirra (við leituðum af okkur allan grun).

Hér hefði auðveldlega verið hægt að ná mun meiri árangri með því að setja upp lendingarsíðu sem hæfir efni vefborðans. Auðvelt hefði verið fyrir þessa verslunarkeðju að vera með lítinn auglýsingabækling sem lendingarsíðu, t.d. grillbæklinginn sem var sendur heim í hús um svipað leyti og borðinn var í birtingu.

Maður hlýtur því að spyrja sig, hver var tilgangur vefborðans? Að fá grillþyrsta einstaklinga til að skoða eitthvað allt annað en grillvörur á vef verslunarinnar? Sennilega ekki. Ætli það hafi nokkuð verið búið að hugsa dæmið til enda?

Ef tilgangur vefborðans og markmið eru skýr er einfalt að gera lendingarsíðu sem virkar.

5. Vefmælingar og A/B prófanir

Til að fá sem mest út úr vefborðaherferð er nauðsynlegt að mæla allt sem hægt er að mæla. Það er eina leiðin til að sjá hvort árangurinn sé góður eða ekki. Að sama skapi er mjög gott að framkvæma A/B prófanir til að tryggja að sá borði sem skilar hámarksárangri sé í birtingu. Hér eru nokkur atriði sem vert er að mæla:

 • Hlutfall birtinga og smella
 • Fjöldi smella út frá tíma- og dagsetningum
 • Hlutfall smella sem verða að sölu eða skráningu (conversion rate)
 • Bounce rate
 • Kostnaður pr. smell
 • Kostnaður pr. sölu eða skráningu

Láttu sérfræðinga aðstoða þig, hafðu samband í síma 554 0045 eða sendu póst á radgjof@netradgjof.is

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna