Leitarvélabestun / SEO

Ef þú vilt berjast um efstu sætin í Google og öðrum leitarvélum þá þarftu á leitarvélabestun að halda.

Með harðnandi samkeppni á netinu skiptir leitarvélabestun sífellt meira máli og nær ómögulegt er að ná árangri í leitarvélum án hennar. Leitarvélarnar gera sífellt meiri kröfur um rétta uppbyggingu á vefsvæðum og rétt aðgengi að upplýsingum.

Við höfum áralanga reynslu og vitum hvaða leiðir virka best og hvaða aðgerðir skila mestum árangri.

Hafðu samband í síma 554 0045 eða sendu okkur línu á radgjof@netradgjof.is

Smelltu hér til að senda fyrirspurn

Senda fyrirspurn
 

cforms contact form by delicious:days

Við skiptum leitarvélabestuninni í þrjá hluta

Þessir þrír hlutar eru

  • greining og skýrslugerð
  • bestun á vef (kóði og innihald)
  • bestun utan vefs

Það fer svo eftir hverju verkefni fyrir sig hvort og hversu djúpt þarf að fara með hvern hluta fyrir sig. Hér að neðan er hver hluti útskýrður lítillega.

Leitarvélabestun hjálpar þér að finnast á netinu

Greining og skýrslugerð
Áður en farið er að stað í leitarvélabestun er mikilvægt að fram fari greining á viðkomandi vefsvæði og tengdu efni. Úttekt er framkvæmd á núverandi stöðu vefsvæðis í leitarvélum ásamt ítarlegri samkeppnisgreiningu. Leitarorðagreining fer fram þar sem skoðaður er árangur núverandi leitarorða, þau endurmetin og nýjum bætt við sé þess þörf.

Leitarvélabestun á vef
Uppbygging vefsins og forritun er skoðuð gaumgæfilega með tilliti til aðgengis leitarvéla. Farið er yfir notkun á titlum, síðulýsingum, meta töggum, leitarorðum og slóðarheitum (url’s). Einnig er farið yfir innihald vefsíðna og það bestað út frá völdum leitarorðum og tryggt að leitarorðamettunin (keyword density) sé eins og Google vill hafa hana. Að lokum eru settar upp innvísanir (internal links) til að styrkja valdar síður gangvart leitarvélum.

Leitarvélabestun utan vefs
Það er ekki lengur nóg að vefsvæðið þitt sé fullkomið í augum leitarvélanna. Í harðandi samkeppni þarf vefurinn þinn gott tengslanet á bakvið sig. Það þýðir að vísanir á vefinn þinn (hlekkir sem benda á vefinn þinn – Inbound links) þurfa að vera margar og sem fjölbreyttastar.

Við byggjum upp svona tenglanet með því að birta greinar, blog og fréttatilkynningar. Einnig eru vefurinn skráður í vef- og gagnasöfn og auglýsingar settar upp á gulum síðum og á smáauglýsingasvæðum. Einnig getur verið gott að búa til stuðningsnet með bókamerkjavefjum og öðrum web 2.0 vefsvæðum s.s. Squidoo og Hubpages.

Til viðbótar við þetta vilja leitarvélar í dag sjá virkni tengda vefsvæðinu á samfélagsvefum á borð við Facebook, Twitter og YouTube.

Hvernig næst hámarksárangur með leitarvélabestun?

Besta leiðin til að ná sem mestum árangri er að ráðfæra sig við sérfræðinga, hvort sem þú ætlar að framkvæma leitarvélabestunina sjálf(ur) eða fá aðra til þess.

Þau eru ófá fyrirtækin sem hafa fengið hið fræga “Google Slap” eða “Google Sandbox”
Það þýðir að Google gerir viðkomandi vefsvæði illfinnanlegt í leitarvélinni sinni og það getur tekið marga mánuði að lagfæra skaðann ef það er þá yfir höfuð hægt.

Það kostar ekkert að kíkja til okkar í kaffi eða slá á þráðinn og taka létt spjall.

Hafðu samband í síma 554 0045 eða sendu póst á radgjof@netradgjof.is 

 

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna