Samfélagsmiðlar teknir með trompi!

Hvað áttu marga nýja “vini”?

Þau fyrirtæki sem ekki nýta sér samfélagsmiðla sem hluta af markaðs- og sölumálum sínu eru að missa af stóru tækifæri. Upp spretta kynslóðir sem lesa ekki dagblöð, tímarit, netfréttamiðla eða horfa á sjónvarpsfréttir. Þessir einstaklingar lifa og hrærast í leitarvélum og á samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Twitter, Google+, YouTube, Reddit, Digg og svona mætti lengi telja.

Þú þarft ekki einungis að tryggja að þitt fyrirtæki taki þátt,  heldur þarftu að tryggja að það taki rétt þátt. Markaðssetning á samfélagsmiðlum krefst þess að undirbúningur sé vandaður og að spilað sé eftir leikreglum hvers samfélagsmiðils fyrir sig.

Samfélagsmiðlar spila sífellt stærra hlutverk í huga neytenda og því ekki seinna vænna en að drífa sig af stað.

Náðu forskoti á samkeppnina

Ekki fresta jafn mikilvægu máli og þetta er. Settu þig í samband við okkur og við getum aðstoðað þig , gefið þér góð ráð sem tryggja árangur og hjálpað þér að ná forskoti á samkeppnina!

Hringdu núna í síma 554 0045 eða sendu okkur póst á radgjof@netradgjof.is 

 

Samfélagsmiðlar | Það sem þú þarft að vita!

 

Facebook síður og herferðir

Það að geta komið vöru og þjónustu á framfæri ókeypis á netinu hefur verið draumur margra lengi. Facebook hefur látið þennan draum rætast. Það er hinsvegar ekki sama hvernig farið er að hlutunum og það er alls ekki nóg að setja bara upp Facebook síðu og dæla þangað inn upplýsingum um nýjar vörur, tilboð og þessháttar.

Hér er 15 góð ráð svo þú standir þig betur á Facebook: Markaðssetning á Facebook

YouTube

Markaðssetning mðe myndböndum á YouTube eykst sífellt. Flestir netnotendur hafa gaman að myndböndum og finnst auk þess þægilegra að horfa og hlusta heldur en að lesa. Vissulega eru aðrir myndbandsvefir heldur en YouTube en af 77 vinsælustu myndabandavefum fær YouTube  yfir 86% af umferðinni. Hulu, sem er næst stærsti vefurinn, fær innan við 4% af umferðinni. Þessi tölfræði tekur mið af Bandaríkjunum en Youtube fær hærra hlutfall umferðar í öðrum löndum s.s. á Íslandi.

Hér eru nokkrar reglur og ráð sem tryggja mun betri árangur: Markaðssetning á YouTube

Twitter

Smáskilaboðavefurinn Twitter spilar sífellt stærra hlutverk í samfélaginu á netinu. Margir héldu að Twitter yrði ekki langlíft vegna þess hve Facebook er sterkur miðill en annað hefur komið á daginn.  Twitter vex nú hraðar en áður og því mikilvægt fyrir þig að taka þátt og styrkja ímynd þína. Twitter er ekki bara frábær leið til að auka sýnileikann og bæta árangur í leitarvélum heldur nýtist vefurinn vel í halda viðskiptavinum upplýstum og gerir þá sölu og þjónustu sem þú veitir persónulegri og upplifunina ánægjulegri.

Hér eru 11 mikilvæg atriði til að koma þér af stað á Twitter: Markaðssetning á Twitter

Google+

Google+ er nýjasta útspil leitarvélarisans og er vefurinn hugsaður sem svar við Facebook. Vefurinn hefur á stuttum tíma safnað til sín milljónum notenda. Erfitt er þó að spá fyrir um framtíð Google+ en ýmis fyrri útspil þeirra, svosem GoogleBuzz, hafa aldrei náð alvöru flugi. Flestir leitarvélasérfræðingar virðast þó vera sammála um það að þátttaka á Google+ geti bara haft jákvæð áhrif á stöðu þína í leitarniðurstöðum.

Hér er það helsta sem þú þarft að kunna og vita um Google+: Markaðssetning á Google+ (væntanlegt)

Flickr

Margir átta sig ekki á mikilvægi Flickr þegar samfélagsmiðlar eru ræddir. Vissir þú t.d. að Flickr er sjöundi stærsti samfélagsvefur heims sem hýsir yfir 4 milljarða mynda? Aldur notenda á Flickr gæti líka komið þér á óvart því innan við 20% notenda eru yngri en 24 ára. Burt séð frá stærð og umfangi Flickr þá er miðillinn frábær leið til að tengja saman heimasíðuna þína, bloggið þitt, Facebook síðurnar og aðra samfélagsmiðla. Myndir segja meira en þúsund orð og Flickr er lang besti staðurinn til að geyma þær og deila með öðrum.

Leyfðu okkur að hjálpa þér rétt af stað á Flickr: Markaðssetning á Flickr (væntanlegt)

LinkedIn

Samfélagsvefurinn LinkedIn hefur ekki verið mjög áberandi í umræðunni hér á landi en þó fjölgar íslendingum þar stöðugt. Vefurinn hefur fyrst og fremst verið notaður til að halda utan um ferilskrár og meðmæli en býður þó uppá miklu meira. Vefurinn skorar til dæmis gríðarlega hátt gagnvart leitarvélum og því góð leið til að markaðssetja sjálfan sig auk þess sem starfsmanna- og mannauðsstjórar nota vefinn í síauknu mæli.

Hér eru 6 góðar leiðir til að nýta LinkedIn: Markaðssetning á LinkedIn


Ekki sóa tíma og fjármunum

Markaðssetning með hjálp samfélagsmiðla er ný af nálinni og ekki margir sem kunna leikreglurnar. Ekki vaða út í óvissuna ef þú ert ekki með það alveg á hreinu hvað þú átt, eða ætlar að gera. Hvað þá ef þú veist ekki hvernig á að gera það!

Settu þig frekar í samband við okkur og við getum aðstoðað þig við að taka fyrstu skrefin og gefið þér góð ráð sem tryggja árangur.

Hringdu núna í síma 554 0045 eða sendu okkur póst á radgjof@netradgjof.is

 

© Netráðgjöf | Bankastræti 9, 101 Reykjavík | Sími 554 0045 | Netfang: radgjof@netradgjof.is|Persónuverndarstefna